Skip to main content
Fréttir

Nýliðavika hjá Hugarafli 18.-20.júní 2014

By júní 17, 2014No Comments

2008-2009 175
Næsta nýliðavika hjá Hugarafli verður haldin 18-20 júní 2014 og nýliðar eru beðnir um að mæta alla dagana frá kl.13.00-15.00.

Í nýliðaviku kynnum við starfsemina frá öllum hliðum, hugmyndafræði, innra starf og verkefni. Í lok vikunnar geta þeir einstaklingar sem áhuga hafa á að taka áfram virkan þátt í starfsemi Hugarafls, skrifað undir hópsamning og hafið þátttöku.
Dagskrá:
18.júní: Hvað er Hugararfl/Geðheilsa-eftirfylgd? Rætt um innra starf og skipulag, farið yfir stundaskrá
19.júní: Valdefling og Batahugmyndafræði
20.júní: Dregið saman, farið yfir hópsamning og næstu skref kynnt

Þeir sem hafa hug á að taka þátt í nýliðavikunni, vinsamlegast meldi sig í síma 4141550 eða með vefpósti þ.e. hugarafl@hugarafl.is