Skip to main content
Greinar

Lyfjafyrirtæki sagt hafa haldið upplýsingum um aukaverkanir geðklofalyfs frá læknum Tækni & vísindi mbl.is

By febrúar 21, 2014No Comments

Lyfjaframleiðandinn Eli Lilly and Co. hefur í áratug reynt að slá á umræðu um aukaverkanir Zyprexa, lyfs sem fyrirtækið framleiðir við geðklofa. Blaðið New York Times segist hafa fengið í hendur gögn sem sýni að forsvarsmenn Lilly hafi haldið mikilvægum upplýsingum frá læknum um tengsl lyfsins við offitu og blóðsykuraukningu en hvorttveggja eru áhættuþættir í sykursýki.

Upplýsingar, sem Lilly hefur birt, sýna að yfir 30% sjúklinga, sem taka Zyprexa, þyngjast um tæp 10 kg eða meira á fyrsta árinu sem þeir taka lyfið og sumir hafa þyngst um 45 kg eða meira. Stjórnendur Lilly óttuðust, að það myndi draga úr sölu á lyfinu ef fyrirtækið gerði læknum ljóst, að lyfið kynni að valda óviðráðanlegri þyngdaraukningu og sykursýki, að því er kemur fram í skjölunum sem eru frá árunum 1995-2004.

Zyprexa er lang söluhæsta framleiðsluvara Lillys og námu sölutekjur á síðasta ári 4,2 milljörðum dala. Um 2 milljónir manna um allan heim tóku þá lyfið, að sögn New York Times

Gagnrýnendur, þar á meðal samtök bandarískra sykursýkissjúklinga, hafa haldi því fram að Zyprexa, sem kom á markað árið 1996, sé líklegra til að valda sykursýki en önnur geðklofalyf. Því hefur Lilly staðfastlega neitað og gerði það að nýju á föstudag í skriflegum svörum við spurningum blaðsins um skjölin. Að sögn New York Times segir fyrirtækið, að umrædd skjöl séu tekin úr samhengi.