Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Heimilisofbeldi á tímum COVID-19

By apríl 16, 2020No Comments

Í nýjasta þætti Klikksins ræðir gestur okkar, Thelma Ásdísardóttir, auknar líkur á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 og mikilvægi þess að við sem samfélag bregðumst við þeim vanda.

Hún fer yfir áherslur og bendir á leiðir sem við öll þurfum að hafa í huga þegar svona erfiðleikar steðja að. Börn eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem við verðum öll að huga sérstaklega að í aðstæðum sem þessum og Thelma ræðir einnig mikilvægi þess að við látum okkur varða og tökum ábyrgð.

Thelma er starfskona Drekaslóðar sem er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis og aðstandendur. Í núverandi aðstæðum kemur fram hjá Drekaslóð – eins og hjá öðrum samtökum sem sinna málaflokknum – að hættan á auknu heimilisofbeldi sé til staðar og að mikilvægt sé að aðilar bregðist hratt og örugglega við.

Drekaslóð hefur aukið ráðgjafaþjónustu sína til að mæta því ástandi sem nú er uppi og hefur opnað hjálparlínu í síma 551-5511 mánudaga-fimmtudaga 13:00-16:00.

Einnig viljum við benda á Bjarkarhlíð Reykjavík s.553-3000, Bjarmahlíð á Akureyri s.551-2520, Hjálparsíma Rauða Krossins 1717, Kvennaathvarfið s.561-1205, Stígamót s.562-6868/800-6868.