Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Að iðka mannréttindi

By september 21, 2019mars 4th, 2020No Comments

 

Gestur þáttarins í dag er Helga Baldvins Bjargardóttir, mannréttindafrumuður, sjálfstætt starfandi lögmaður og formaður starfshóps um þvingunarúrræði lögræðislaga. Helga er sérlegur áhugamaður um mannréttindi og fer yfir það ásamt öðru ásamt Svövu Arnardóttur.

Starfshópurinn um þvingunarúrræði lögræðislaga var skipaður af heilbrigðisráðherra og hefur nú tekið til starfa. Hópurinn hugar helst að því hvort þörf sé á því að settar séu frekari leiðbeiningar um útfærslur á þvingunarúrræðum. Það er sameiginlegur vilji allra fulltrúa starfshópsins að fá raddir sem flestra að borðinu við þessa vinnu. Í því skyni hefur starfshópurinn útbúið tölvupóstfangið thvingudmedferd@gmail.com og hvetur alla sem hafa reynslu eða ábendingar um hvað mætti betur fara að senda inn erindi.