Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismálKlikkið

Klikkið – Að breyta menningu geðheilbrigðiskerfa

By september 27, 2019mars 4th, 2020No Comments

Daniel Fisher geðlæknir kom í heimsókn til okkar í mánuðinum. Daniel ætti að vera hlustendum góðkunnur og er einn stærsti áhrifavaldur á stefnu og hugmyndafræði Hugarafls. Daniel er geð­læknir frá Harvard Med­ical háskól­an­um. Hann er einn af fáum geð­læknum í heim­inum sem talar opin­ber­lega um reynslu sína af geð­sjúk­dóm­um, en Daniel var greindur með geðklofa sem ungur maður. Hann hefur náð bata og er fram­kvæmda­stjóri National Empowerment Center í Boston. Hann fer víða um heim og ræðir reynslu sína auk þess sem hann hjálpar til að inn leiða bata­hug­mynda­fræði.