Skip to main content
Fréttir

Hvernig er hlúð að geðheilsu á efri árum?

By apríl 2, 2014No Comments

IMG_6962

Hvernig er hlúð að geðheilsu á efri árum?

Geðheilsustöð Breiðholts og Hugarafl standa að opnum fræðslufundi fyrir almenning um helstu atriði sem viðkemur geðheilsu á efri árum.
Líney Úlfarsdóttir öldrunarsálfræðingur og Erik Brynjar Eriksson geðlæknir halda bæði erindi um viðfangsefnið.
Eftir hlé verða pallborðsumræður en í pallborði hafa sæti Valgeir Ástráðsson prestur í Seljakirkju, Ólöf Margrét Snorradóttir guðfræðingur í Fella- og Hólakirkju, Bára Emilsdóttir sjúkraliði hjá Heilsugæslunni Breiðholti og Þórey Dögg Jónsdóttir djákni og framkvæmdarstjóri Ellimálaráðs. Öll hafa þau mikla reynslu í málefnum aldraða.

Fræðslufundurinn verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl kl: 17-19, í Félagsmiðstöðinni Árskógum 4.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.