Skip to main content
Fréttir

Hugarafls jólakortin komin í sölu!

By nóvember 25, 2015No Comments
12307355_1525600341093627_5807386147654790765_o

Gáttaþefur, Gluggagægir og Grýla skreyta jólakortin frá Hugarafli þetta árið.

Nú er hafin sala á jólakortum til styrktar Hugarafli.  Um er að ræða 4 kort saman í pakka sem kosta 2.000 kr.  Kortin eru hönnuð af Edduverðlaunahafanum Stefáni Jörgen Ágústsyni sem er virkur meðlimur í Hugarafli. Stefán hefur komið víða við á þeim 26 árum sem hann hefur verið í bransanum.  Hann byrjaði 12 ára að gera grímur og brúður og 2009 fór hann að nýta sér tölvugrafík við hönnun á sínum skúlptúrum.  Stefán hefur unnið við kvikmyndir svo sem Mýrina, Wolfman og Edduna fékk hann fyrir Good Heart þar sem hann sá um skurðaðgerðarsenuna. Í samtali við Stefán sagðist hann hafa gripið tækifærið um leið og það bauðst til að styrkja Hugarafl með hönnun á jólakortunum. Hann er innilega þakklátur fyrir það góða starf sem unnið er í Hugarafli og skiptir það hann miklu máli að geta gefið til baka á þennan hátt.

Tvær mismunandi pakkningar eru í boði af jólakortum.  Önnur pakkningin inniheldur kort af Grýlu, tvö samskonar kort af Gáttaþef og eitt af Gluggagægir.  Í hinni pakkningunni er hins vegar 4 samskonar kort af Grýlu gömlu.  Stefáni tókst að sannfæra frúna um að taka þátt í Free the Nipple átakinu og þótti henni bara ekkert sjálfsagðara.  Af almennri tillitsemi var hins vegar ákveðið að selja þau kort sér.  Auk kortana fylgja svo 4 umslög í pakkningunni.

Kortin verða meðal annars til sölu í Nexus, Nóatúni 17 og í Hrafna á Laugarvegi 40.  Hugarafl mun mæta með kortin á aðventu basarinn í Kringlunni sunndaginn 29. nóvember milli klukkan 13:00 og 18:00.  Áhugasamir geta einnig nálgast kortin í Hugarafli þar sem þau verða í sölu hjá Nönnu Þ.