Skip to main content
Greinar

Hugarafl fær jólakortastyrk Opinna kerfa

By febrúar 21, 2014No Comments

HUGARAFL fær jólakortastyrk Opinna kerfa í ár, en Opin kerfi hafa árlega styrkt gott málefni í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina.

Hugarafl var stofnað í júní 2003 af fólki í bata, sem átt hefur við geðræna erfiðleika að stríða, og iðjuþjálfum með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum.
Markmið Hugarafls er meðal annars að vinna að verkefnum sem geta bætt geðheilbrigðisþjónustu, skapað hlutverk og unnið gegn fordómum með sýnileika og stuðlað að atvinnusköpun með því að þróa þjónustu út frá reynslu, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu félagsins www.hugarafl.is.

Styrkurinn er HP Compac-fartölva og HP Photosmart-prentari. Á myndinni eru, frá vinstri, Gylfi Árnason, forstjóri Opinna kerfa, og Auður Axelsdóttir og Trausti Rúnar Traustason frá Hugarafli.