Skip to main content
Fréttir

Góð heimsókn frá Sameinuðu þjóðunum

By febrúar 3, 2018No Comments

Dainius Puras, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna í geðheilbrigðismálum og prófessor í barnageðlækningum kom í stutta heimsókn til okkar í Hugarafl á föstudagsmorguninn.  Dainius var einn fyrirlesara á stórgóðri ráðstefnu Geðhjálpar sem bar yfirskriftina „vatnaskil“.   Ráðstefnan var haldin á Reykjavík Natura og gefur vonandi tóninn fyrir breyttar áherslur þegar kemur að stefnumótun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Hugarafl hefur áður fjallað um skýrslu sem Dainius vann og má meðal annars hlusta á umfjöllun um hana á Klikkinu.  Það var ánægjulegt að fá heimsókn frá svo framsæknum geðlækni sem gerir sér grein fyrir mikilvægi opinnar geðheilbrigðisþjónustu og valdajafnvægis til að tryggja mannréttindi fyrir alla.  Hugaraflsfólk kynnti fyrir honum starfsemina í Borgartúni 22 og fékk tækifæri til að ræða um málefni sem skiptir okkur öll svo miklu máli.

Hugaraflsfólk ásamt Dainius Puras, séstökum skýrslugjafa Sameinuðu þjóðanna.

Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnu Geðhjálpar voru Peter Kinderman, prófessor í klínískri sálfræði og fyrrverandi formaður breska sálfræðingafélagsins sem fjallaði um heildræn sýn á manneskjuna: stefnumið andlegrar og líkamlegrar vellíðunar.  Og Fiona Morrissey, doktor í fyrirframgerðri ákvarðanatöku innan geðheilbrigðisþjónustunnar fjallaði um hvernig slík ákvarðanataka getur breytt miklu um þjónustu og tryggt að ákvarðanir notenda geðheilbrigðiskerfisins séu virtar þegar virkilega á reynir.  Þá komu Jónína Sigurðardóttir og Ágúst Kristján Steinarsson með sjónarhorn notenda sem eru svo bráðnauðsynlegt að fái að koma fram til þess að hægt sé að bæta þjónustuna.

Hér fyrir neðan má hlusta á Klikk þáttinn þar sem fjallað er um áðurnefnda skýrslu en hana er líka hægt að nálgast á íslensku hér

Frá Vatnaskilum á Reykjavík Natura.

Hugaraflsfólk fjölmennti á ráðstefnuna enda mjög þörf umræða á ferðinni.

Vatnaskil – Watershed

Málþing Geðhjálpar um nýtt sjónarhorn í geðheilbrigðismálum ——Geðhjálp's conference about new way of thinking in the mental health sector

Posted by Landssamtökin Geðhjálp on 1. febrúar 2018

Hér fyrir ofan er ráðstefnan Vatnaskil í heild sinni.