Skip to main content
Fréttir

Geðfræðslan fær styrk

By nóvember 27, 2008No Comments

Hugarafl_medlimir

Mánudaginn 27. nóvember úthlutaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, í fyrsta sinn styrkjum úr forvarna og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til 22ja verkefna, sem valin voru af ráðgjafahópi úr 121 umsókn, og nam upphæðin um 30 milljónum króna

Geðfræðslan, skólafræðsluverkefni Hugarafls og Hlutverkaseturs var í þessum hópi og fékk úthlutað einni miljón þrjúhundruð og tuttugu þúsund krónum

Helsta markmið Geðfræðslunnar er að draga úr fordómum gagnvart geðröskunum og notendum (geðsjúklingum) meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum, auk þess að fræða þá um geðrækt, forvarnirog bataleiðir.

Styrkurinn frá Reykjavíkurborg er mikil lyftistöng fyrir Geðfræðsluna enda hefur hún nú fengið “gæðastimpil” frá opinberum aðilum. Framundan er mikil vinna, sem miðar af því að sinna skólaheimsóknum og þjálfa nýja einstaklinga til þess að takast við fræðsluna.