Skip to main content
Fréttir

Fjór­tán fengu fálka­orðu

By júní 19, 2017No Comments
Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson ásamt handhöfum fálkaorðunnar ...

For­seta­hjón­in El­iza Reid og Guðni Th. Jó­hann­es­son ásamt hand­höf­um fálka­orðunn­ar á Bessa­stöðum í dag, 17. júní. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, sæmdi í dag fjór­tán Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu, venju sam­kvæmt á lýðveld­is­dag­inn. Þeir Íslend­ing­ar sem í dag voru sæmd­ir ridd­ara­krossi eru eft­ir­far­andi:

1. Anna Agn­ars­dótt­ir pró­fess­or, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til sagn­fræðirann­sókna.

2. Auður Ax­els­dótt­ir iðjuþjálfi, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir frum­kvæði á vett­vangi geðheil­brigðismála.

3. Bára Magnús­dótt­ir skóla­stjóri, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag á sviði danslist­ar og lík­ams­rækt­ar.

4. Eyrún Jóns­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Garðabæ, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu þolenda kyn­ferðisof­beld­is.

5. Jón Kristjáns­son fyrr­ver­andi ráðherra, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í op­in­bera þágu.

6. Jónatan Her­manns­son jarðræktar­fræðing­ur og fyrr­ver­andi til­rauna­stjóri við Land­búnaðar­há­skóla Íslands, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til korn­rækt­ar og ís­lensks land­búnaðar.

7. Ró­bert Guðfinns­son for­stjóri, Sigluf­irði, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu heima­byggðar.

8. Sigrún Stef­áns­dótt­ir dós­ent við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og fyrr­ver­andi fréttamaður, Ak­ur­eyri, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskra fjöl­miðla og fræðasam­fé­lags.

9. Sig­ur­björg Björg­vins­dótt­ir fyrr­ver­andi yf­ir­maður fé­lags­starfs aldraðra í Kópa­vogi, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu aldraðra.

10. Sig­ur­geir Guðmanns­son fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskr­ar íþrótta­hreyf­ing­ar.

11. Sig­ur­jón Björns­son fyrr­ver­andi pró­fess­or og þýðandi, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til sál­ar­fræði og forn­fræða.

12. Tryggvi Ólafs­son mynd­list­armaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar.

13. Unn­ur Þor­steins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag á vett­vangi erfðarann­sókna og vís­inda.

14. Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son pí­anó­leik­ari, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar og alþjóðlegr­ar tón­list­ar.