Skip to main content
Fréttir

Fjölskylduferð í Viðey

By september 3, 2015No Comments

Frá Viðey. (Mynd: Wikimedia Commons)

Laugardaginn 12. september er fyrirhuguð ferð út í Viðey.  Áætlað er að fara frá Skarfabakka klukkan 13:15 og til baka frá Viðey klukkan 16:30  Góð Grillaðstaða er í eynni en einnig er hægt að koma með annað nesti eða kaupa veitingar í Viðeyjarstofu fyrir þá sem vilja.

Verðskrá

  • Börn 0 – 6 ára   0 kr.
  • Eldri borgarar   900.-
  • Börn 7 – 15 ára   550.-
  • Námsmenn   1000.-
  • Fullorðnir   1100.-
  • Öryrkjar   900.-

Athugað verður með  hópafslátt af þessum verðum eftir að endanlegur fjöldi verður ljós.

Áhugasamir vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 7. september.  Hægt er að skrá sig á auglýsingu sem liggur frammi í Hugarafli.