Skip to main content
FréttirGreinar

Ekki hlustað á okkur

By apríl 9, 2018No Comments

Fjöldi fólks hef­ur boðað komu sína á þögul mót­mæli við vel­ferðarráðuneytið á morg­un til að mót­mæla því að dregið hef­ur verið úr stuðningi við Hug­arafl. Ríkið hef­ur ákveðið að taka þá þjón­ustu inní heilsu­gæsl­una og stjórn­end­ur Hug­arafls missa hús­næðið.

Auður Ax­els­dótt­ir er ein af þeim sem stofnaðu Hug­arafl fyr­ir fimmtán árum með það að mark­miði að fag­fólk og not­end­ur gætu unnið sam­an. Hug­arafl sinn­ir nú um þúsund manns á ári sem fær tæki­færi til að hitta fólk með reynslu, auk fag­fólks. „Þetta eru þögul mót­mæli því það hef­ur ekki verið hlustað á okk­ur,“ seg­ir Auður

„Þetta bygg­ir á reynslu fólks. Það er mun­ur­inn á okk­ur og stofn­anaþjón­ustu. Þar er eitt­hvað gert fyr­ir fólk og úrræðin eru hjálp­ar­tæki. Hjá okk­ur ertu í sam­fé­lagi fólks sem er að vinna í bata sín­um.“

Auður seg­ist ekki hafa fengið neinn rök­stuðning fyr­ir því að teymið sé lagt niður en reynt þó í heilt ár að fá svör. Er þetta per­sónu­legt? „Að ein­hverju leiti held ég. Ég held að ég sé mál­svari að not­end­ur eigi að hafa vald og hef tjáð mig op­in­ber­lega um geðþjón­ustu og lyfja­mál og það virðist ekki vera vin­sælt,“ seg­ir Auður.

Hægt er að sjá viðtalið við Auði hér og hlusta á all­an þátt­inn og sjá fleiri brot á K100.is

Frétt birtist upphaflega á mbl.is