Skip to main content
Fréttir

Breytt viðmót, skilningsleysi og valdníðsla

By desember 14, 2023No Comments

Fréttatilkynning inn á mbl.is birt þann 14.12.2023

Hug­arafl hef­ur sent kvört­un til umboðsmanns Alþing­is vegna vinnu­bragða fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneyt­is, gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferðar­mála (GEV) og Vinnu­mála­stofn­un­ar. Lögmaður Hug­arafls sak­ar GEV um valdníðslu.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Sæv­ari Þór Jóns­syni hæsta­rétt­ar­lög­manni, að kvört­un­in vegna fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneyt­is­ins snú­ist meðal ann­ars um höfn­un ráðuneyt­is­ins á af­hend­ingu grein­ar­gerðar sem sex fyrr­um fé­lags­menn Hug­arafls sendu ráðuneyt­inu. Einnig komi fram í kvört­un­inni huns­un ráðuneyt­is­ins þegar Hug­arafl hef­ur leitað eft­ir áheyrn vegna stöðunn­ar.

Hafi verið skylt að veita Hug­arafli aðgang

Sæv­ar bend­ir á, að málið hafi farið fyr­ir úr­sk­urðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál og niðurstaðan hafi verið sú að ráðuneyt­inu hafi verið skylt að veita Hug­arafli aðgang að grein­ar­gerðinni. Fjár­styrk­ur sem fjár­laga­nefnd Alþing­is samþykkti til handa Hug­arafli í lok árs­ins 2022 átti að vera út­hlutað frá ráðuneyt­inu. Þurfti að margít­reka beiðnir um út­hlut­un­ina til ráðuneyt­is­ins sem skil­yrti greiðsluna við end­ur­nýjaðan samn­ing við Vinnu­mála­stofn­un.

Sæv­ar Þór seg­ir jafn­framt að Hug­arafl hafi frá upp­hafi samn­inga við fé­lags­málaráðuneytið átt gott sam­starf og þau þar ávallt verið vel­kom­in í ráðuneytið til að fara yfir stöðu mála.

Sævar Þór Jónsson.
Sæv­ar Þór Jóns­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekki sama viðmót og áður

„Eft­ir að grein­ar­gerðin var af­hent ráðuneyt­inu hef­ur ekki verið sama viðmót og var áður og hef­ur ráðuneytið að því er virðist vera að forðast að eiga sam­tal við Hug­arafl og bein­lín­is vísað þeim frá. Fé­lagið lít­ur þetta al­var­leg­um aug­um þar sem ráðuneytið fer m.a. með mál­efni Hug­arafls,“ seg­ir Sæv­ar í til­kynn­ing­unni.

Þá kem­ur fram, að Hug­arafl telji út­tekt GEV á fé­lag­inu ófull­nægj­andi. Ekki hafi verið rætt við starfs­fólk Hug­arafls né nána sam­starfsaðila og GEV heim­sótti Hug­arafl aldrei í út­tekt­inni að sögn Sæv­ars þrátt fyr­ir ít­rekuð boð þar um að.

Hirðuleysi og valdníðsla

Sæv­ar gagn­rýn­ir harðlega vinnu­brögð GEV.

„Þess­ar rót­tæku breyt­ing­ar sem GEV hef­ur lagt fram eru markaðar af skiln­ings­leysi á starf­semi og þeirri fræðistefnu sem sam­tök­in vinna eft­ir. GEV hef­ur auk þess sýnt af sér fá­dæma hirðuleysi þegar þau hvorki mættu á starfs­stöð Hug­arafls til að gera út­tekt á starf­semi fé­lags­ins og virtu að engu at­huga­semd­ir stjórn­enda og starfs­manna Hug­arafls við frumdrög­um skýrslu GEV. Það sem er mér efst í huga við yf­ir­ferð þessa máls er valdníðsla,“ seg­ir Sæv­ar enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Kvört­un­in sem snýr að Vinnu­mála­stofn­un er vegna þess að stofn­un­in óskaði eft­ir aðkomu GEV að end­ur­nýjuðum þjón­ustu­samn­ingi sem leið und­ir lok í lok árs­ins 2022 og síðan þá hafa í nokk­ur skipti verið gerðir skamm­tíma­samn­ing­ar á meðan GEV er að sinna vinnu sinni hvað varðar end­ur­nýjaðan samn­ing. Fyr­ir skömmu skilaði GEV af sér sinni vinnu og fer fram á um­fangs­mikla breyt­ingu á starf­semi Hug­arafls með þeim til­lög­um sem lagðar hafa verið fram. Sam­tök­in telja vegið að grunn­gild­um og hug­mynda­fræði vald­efl­ing­ar og bata­mód­els og þar með öllu starfi Hug­arafls, að því er Sæv­ar grein­ir frá.

 

Sjá grein hér