Skip to main content
Greinar

Afmæli Hugarafls

By febrúar 22, 2014No Comments

Litríkur hópur náttfata klæddraklætt náttfötum strollaði frá geðdeild Landspítalans í dag og niður á Austurvöll. Vildu þau með þessu minna á hóp fólks sem á við geðræna erfiðleika að stríða auk þess sem þetta var afmælisfögnuður.

Samtökin Hugarafl eru níu ára í dag en þau starfa í þágu þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Samtökin leitast við að hafa áhrif á þjónustu, benda á nýjar leiðir til að ná bata og vinna gegn fordómum. Og það var ekki annað að sjá en að lífsgleiðin væri í algleymingi í dag þegar hópurinn brá á leik á Austurvelli.

Auður Axelsdóttir, einn stofnenda Hugarafls, segir að þetta sé þeirra gleðiganga og afmæli. Þetta minni þau á árangurinn sem orðið hafi og því sem þau hafi áorkað. Til dæmis að veita kerfinu svolítið aðhald og að opna augu almennings fyrir því að það sé hægt að ná bata af geðröskunum.
Þau vilji líka minna á að það sé hellingur eftir ennþá, þannig að þau láti ekki deigan síga.

Sett inn á vefinn 07.06.2012.