Skip to main content
Greinar

Áfall­a­streiturösk­un get­ur drepið þig!

By júní 30, 2017No Comments
Einar Áskelsson.

Greinarhöfundur: Einar Áskelsson.

„Júní er alþjóðleg­ur mánuður Post Traumatic Stress Disor­der (PTSD) og Comp­l­ex Post Traumatic Stress Disor­der (CPTSD). Á Íslandi kallað einu nafni áfall­a­streiturösk­un og/​eða áfall­a­streita. Af þessu til­efni lang­ar mig að deila reynslu af mínu meg­in­ein­kenni, ofsa­kvíða- og panikk­asti. Ég hafði þróað veik­ind­in 2 ár þegar dæmið sem ég tek gerðist. Á þess­um 2 árum stig­versnuðu veik­ind­in en mér tókst að standa plikt í lífi og starfi fram á sum­ar 2015. Þá háði ég harða bar­áttu og ág­úst 2015 er mánuður sem ég vil aldrei upp­lifa á ný. Þetta gerðist síðla í ág­úst 2015 í blálok veik­ind­anna,“ seg­ir Ein­ar Áskels­son í sín­um nýj­asta pistli:

Hvað er áfall­a­streiturösk­un?

Aðeins um PTSD og CPTSD. Þar er mun­ur en ekki flók­inn. PTSD á við þá sem veikj­ast eft­ir stakt áfall, t.d. slys. CP­STD á við þá sem hafa orðið fyr­ir end­ur­tekn­um áföll­um og ná ekki að vinna úr sárs­auk­an­um. Þetta eru lífs­hættu­leg veik­indi ef ekk­ert er gert. End­urupp­lif­un á sárs­auka (emoti­onal flaschback) í gegn­um ofsa­kvíða- og panikk­ast er kval­ræði. Þess vegna er tíðni sjálfs­víga há. Fólk gefst upp því það veit ekki hvað eða hvort eitt­hvað sé að.

Ég var greind­ur með CPTSD vegna end­ur­tek­inna áfalla. Ég byrgði sárs­auk­ann inni og gat ekki annað. Ég gat ekki vitað að sárs­auk­inn myndi marka heil­ann sem líf­fræðileg­ur áverki. Ég vissi ekki að ein­hvern tím­ann á lífs­leiðinni væru mikl­ar lík­ur á að sárs­auk­inn bryt­ist fram. Ég gat ekki held­ur vitað að ef sárs­auk­inn bryt­ist út væri ég orðinn lífs­hættu­lega veik­ur. Ein­kenn­in geta verið mis­mun­andi en í mínu til­felli var þetta líkt og bakt­ería sem fram­kallaði sama ofsa­kvíða, ótta og annað er ég gekk í gegn­um áföll­in á sín­um tíma.

Inn­gang­ur að reynslu­sög­unni

Dag­inn áður en þetta gerðist varð enn eitt áfallið. Vinn­an mín. Síðasta hálmstráið. Mannauðsstjóri til­kynnti mér að það hefði verið reynt að fá mig áminnt­an í starfi af til­efn­is­lausu og ég í veik­inda­leyfi. Með ásetn­ingi sparkað í mig! Hann sagði að þessi átök biðu mín! Fékk afar­kosti. Mæta í þenn­an slag eða segja upp því ekki var hægt að reka mig! Vissi að ég gæti ekki tek­ist á við þetta. Vinn­an far­in! Ég átti börn­in og mig eft­ir. Allt annað farið frá því ég flutti til Hafn­ar­fjarðar og hóf sam­búð rúm­lega 2 árum fyrr. Þá í góðum mál­um og leið vel. Þarna í láns­í­búð og yrði hús­næðis­laus eft­ir viku!

Reynslu­sag­an:

Fimmtu­dag­ur. Leið skelfi­lega. Bú­inn að lofa mér í Mosó um kvöldið. Ekki að meika það en óð af stað með stig­vax­andi haus­verk sem versn­ar á leiðinni. Fór líka að líða illa í aug­un­um og höfuð, herðar og háls stífnuðu upp. Komst upp í Mosó en fljótt jókst verk­ur­inn og fannst haus­inn vera að klofna og byrjaði að svitna. Ég fór. Á leiðinni til baka varð mér óglatt. Við Smáralind komst ég ekki lengra. Næ aðrein­inni fyr­ir neðan bíla­apó­tekið og rétt næ að stoppa áður en gus­ast upp úr mér. Kastaði margsinn­is upp. Held áfram og rétt ókom­inn heim þegar mér verður aft­ur óglatt. Kemst inn áður en ég kasta aft­ur upp. Fékk mér kald­an bakst­ur á ennið og beið. Höfuðið var að springa og ég fann hvernig mag­inn og lík­am­inn herpt­ust sam­an. Ég lagðist í fóst­ur­stell­ingu upp í rúm með ælu­dall og kvald­ist. Alla nótt­ina kastaði ég upp. Fékk heitt og kalt svi­tak­ast til skipt­is, skalf og titraði. Man lítið fyrr en vel er liðið á næsta dag. Var svo stirður í lík­am­an­um að ég gat ekki hreyft mig. Leið skár um kvöldið og kom niður vökva. Tók mig tíma að fatta að þetta væri ofsa­kvíða- og panikk­ast. Það hræðileg­asta fram að þessu. Næstu dag­ar eru í móðu í minn­ing­unni. Ég var ör­magna and­lega og lík­am­lega.

Eft­ir þetta gat ég ekki og langaði ekki að tala við neinn. Þorði ekki að fara út úr húsi. Mér leið líkt og ég gæti hvergi verið og ekk­ert gert. Fast­ur. Ég dróst lengra inn í myrkrið. Man ekki hvað ég hugsaði enda forðaðist ég það. Svona leið heil vika. Fór ekki inn á Face­book og svaraði eng­um. Ég fékk 2 – 4 ofsa­kvíða- og panik­köst á dag. Reglu­leg­ur skammt­ur. Öll skelfi­leg og dag­arn­ir fóru í að fara í gegn­um þau og jafna mig. Ég gat ekki meir. Ég tók ákvörðun. Þrái að frá frið. Hug­ur­inn er skrýt­inn. Eft­ir ákvörðun­ina leið mér bet­ur!

Þessi dag­ur var í byrj­un sept­em­ber 2015. Ef at­b­urðarás­in hefði verið rök­rétt væri ég ekki að skrifa þessi orð í dag.  Það er krafta­verk að ég finni hjartað enn slá. Veit það og enda­laust þakk­lát­ur í dag.

Mín reynsla er ekki ein­stök

Mín reynsla er al­geng lýs­ing þeirra sem glíma við áfall­a­streiturösk­un, sér í lagi CPTSD. Ég er bú­inn að fræðast mikið. Lesið fjöl­marg­ar reynslu­sög­ur og upp­lýs­ing­ar frá fagaðilum. Þess vegna veit ég ná­kvæm­lega hvað ég gekk í gegn­um og hvers vegna.

Að lok­um…

Ég óska eng­um að ganga í gegn­um sárs­auka eins og ég held­ur leiti sér fyrr hjálp­ar. Mér er sagt að það sé ótrú­legt hversu lengi ég harkaði af mér. Ég var mótaður af viðhorf­inu að vera harður og kvarta ekki! Þar sem ég gat ekki vitað hvað væri að og ekk­ert sást utan á mér kveinkaði ég mér ekki. Þetta fár­an­lega viðhorf kom mér nærri því í gröf­ina. Hvaða hetju­dáð felst í því? Hetj­urn­ar í mín­um huga er fólk sem nær að beygja sem fyrst af og fá hjálp.

Tek fram að þetta snert­ir mig djúpt. En unnið vel úr þessu og til­bú­inn að gefa reynslu minna til þeirra sem vilja nýta. Ef hún verður til að hjálpa ein­hverj­um til góðs þá er til­gang­in­um náð. Takk!