Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur Hugarafls

By nóvember 18, 2020No Comments

Aðalfundur Hugarafls

Aðalfundur hugarafls verður haldinn miðvikudaginn 9. Desember klukkan 13:00-15:00 og verður haldinn á fjarfundarforritinu Zoom
Óskað er eftir framboðum í stjórn Hugarafls og framboðsfrestur rennur út á aðalfundi, þeir er bjóða sig fram þurfa að hafa verið gildir Hugaraflsfélagar í minnst eitt ár og þekkja vel til hugmyndafræðinnar og innviði starfsins.
Framboð skulu berast til formanns Hugarafls í tölvupósti á frida@hugarafl.is eða í seinasta lagi á fundinum sjálfum.
Alls eru 7 stöður í stjórn og er kosið um þær allar, einn stjórnarmeðlimur er kosinn úr röðum Unghuga.
Lagabreytingar sem lagðar eru fyrir koma hér að neðan í google docs skjali.
Dagskrá aðalfundar
Dagskrá aðalfundar skal í það minnsta innihalda:
  1. Ávarp formanns, aðalfundur settur
  2. Staðfest skipan fundarstjóra, fundarritara og tveggja atkvæðateljara
  3. Staðfest lögmæti aðalfundarboðs
  4. Skýrsla stjórnar
  5. Ársreikningur síðasta árs kynntur og borinn upp til samþykktar
  6. Lagabreytingar
  7. Kosning stjórnar
  8. Önnur mál
  9. Fundarslit

Sjá má tillögur að lögum hér