Skip to main content
Greinar

8 möntr­ur til að komast í gegnum erfiða tíma

By desember 12, 2015No Comments

Mantra “sacred utterance” er endurtekið orð eða frasi. Mantra má einnig þýða sem frelsi hugans (man = hugur og tra = frelsi). Möntrur efla tíðnina en um leið lægja öldur hugans. Með því að koma jafnvægi á hug og hjarta skapast ró og skýrleiki. Mantran getur hljómað innra með manni eða verið sungin út. Algeng mantra í kundalini jóga er Sat Nam (sannleikurinn er nafnið mitt).

Eftirfarandi grein má finna á mbl.
Oft þarf ekki meira en meira til en nokkrar jákvæðar ...

Oft þarf ekki meira en meira til en nokkr­ar já­kvæðar staðhæf­ing­ar. Skjá­skot Psychology Today

Það er auðvelt að vera sterk­ur þegar lífið geng­ur vel. Raun­veru­leg­ur styrk­ur verður þó aug­ljós við mót­læti. Upp­byggi­lega innri, orðræða er ein ár­ang­urs­rík­asta leiðin til tak­ast á við erfiðleika. Hér eru nokkr­ar staðhæf­ing­ar sem þú get­ur gripið í þegar á móti blæs.

Ég hef það sem ég þarf til að kom­ast í gegn­um þetta
Að hugsa með sér, ég get þetta ekki, eða þetta er ekki sann­gjarnt hef­ur ekk­ert gott í för með sér. Í stað þess að telja þér trú um að þú þurf­ir meira, mundu hvað þú átt nú þegar.

Það eina sem skipt­ir máli er að lifa í sátt við gild­is­mat mitt
Það mun ekki öll­um líka við þig, og fólk mun verða ósam­mála þér. Þitt hlut­verk er þó ekki að gera öðrum til geðs.

Mis­tök varða veg­inn að vel­gengi
Það er ekki gam­an að gera mis­tök, en það gagn­ast ekk­ert að berja sig niður fyr­ir þau. Líttu á þau sem tæki­færi sem má læra af.

Ég get aðeins gert mitt besta
Full­komn­un­ar­árátta get­ur gert meiri skaða held­ur en gagn.

Eft­ir 5 ár mun þetta ekki skipta miklu máli
Minntu sjálf­an þig á að kvíði og van­líðan var­ir ekki að ei­lífu. Þetta verður betra.

Ég er sterk­ari en ég held
Það er gríðarlega erfitt að eiga við heilsu­brest, eða ást­vinam­issi. Setn­ing­ar eins og „ég næ mér aldrei“ eða „ég get ekki upp­lifað ham­ingju á ný“ munu þó aðeins draga úr þér kraft­inn.

Ég ræð við að líða óþægi­lega
Það get­ur verið freist­andi að halda sig inn­an þæg­ind­aramm­ans. Mundu bara að það drep­ur þig ekki að upp­lifa ótta, von­brigði eða smá vand­ræðagang.

Ég ræð því hvernig ég hugsa, hvernig mér líður og hvernig ég haga mér
Að kenna öðrum um það sem miður fer í lífi þínu hjálp­ar þér ekki neitt.

Fleiri möntr­ur má lesa á vef Psychology Today.

Það er vænlegra til árangurs að einblína á það jákvæða, ...

Það er væn­legra til ár­ang­urs að ein­blína á það já­kvæða, í stað þess nei­kvæða. Skjá­skot Mwf­moti­vati­on