Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Sjálfsvíg og Pieta samtökin: Um 50 manns taka eigið líf

By maí 1, 2017No Comments

Darkness into lightSjálfsvíg á Íslandi eru of mörg. Ekki eru til nákvæmar tölur um fjöldann sem tekur eigið líf árlega en gert er ráð fyrir að það séu á milli 40 til 50 manns.

Aðfaranótt laugardags 6.maí verður annað árið sem gangan Úr myrkrinu í ljósið verður farin hér í Reykjavík og einnig fyrir norðan. Það eru Pieta samtökin á Íslandi sem eru þar að baki – Samtökin ætla að stofna svokallað Pieta hús á Íslandi til mæta þeirri miklu þörf í samfélaginu fyrir úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða. Pieta Ísland, samastendur af fulltrúum frá Hugarafli, Lifa-landssamtökum aðstandenda eftir sjálfsvíg og fleiri einstaklingum.

Auður Axelsdóttir er í stjórn samtakanna og hefur starfað um langt árabil í þessum málaflokki, bæði utan og innan hins hefðbundan geðheilbrigðiskerfi – eða frá 1994. Eiríkur Guðmundsson hefur starfað með Pieta frá upphafi eða síðan samtökin voru sett á fót fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann hefur ferið ytra og kynnt sér starfið en fyrirmyndin er írsk. Þar nefnist gangan Darkness into Light og verður farin í níunda sinn í ár.  hefur verið í 9 ár.

Auður og Eiríkur mæta í Þjóðbraut í kvöld. Þau fara yfir hver hugmyndafræðin að baki starfinu, hverju það bætir við úrræðin sem nú þegar eru. Þau segja bæði að hægt sé að sjá merki hjá einstaklingum sem eru í sjálfsvígshugleiðingum. Oft séu það ekki fjölskyldumeðlimir sem átta sig á hvað er í vændum heldur vinir og samstarfsfélagar. Pieta er líka fyrir aðstandendur og vinna meðal annars að því að fræða fólk um einkenni sem geta bent til slíks harmleiks.

Stefnt er að því að opna Pieta hús hér á landi sem myndi líka þjóna landsbyggðinni. Mikið starf er nú unnið að því að fá fjármagn í samstarfi við ríki, sveitarfélög og atvinnulífið.
Grein birtist upphaflega á Hringbraut.is

Eiríkur Guðmundsson og Auður Axelsdóttir