Skip to main content
Fréttir

Mariko og Leigufílinn opnar

By apríl 3, 2018No Comments

Hugarafl og Geðheilsa-Eftirfylgd ætla halda upp á Alþjóðadag einhverfu með sínum eigin viðurði.  Sýning verður opnuð þann 3. apríl, klukkan 17:00 til 19:00.  Frida Adriana Martins, geðveikt skapandi listamaður á einhverfurófi sýnir nýju myndasöguna sína, bæði á vegg og með upplestri fyrir alla fjölskylduna. „Marikó og leigufíllinn“ fjallar um litla stelpu sem vill gjarnan læra stjörnufræði, en fjölskyldan hennar ber ekki virðingu fyrir hennar gáfum og áhugamálum. Af tilviljun uppgötvar hún nýtt stjörnumerki, Fílinn. Fíllinn fer meira að segja að tala við Marikó og tekur hana í ferðalag sem hjálpar henni að læra eitthvað sem hún gerði aldrei ráð fyrir.

Sagan og sýninginn eiga að hvetja til umræðu um óhefðbundna valkosti í heilbrigðisþjónustu og kennslu, samskipti byggð á umburðarlyndi og um að mæta fólki á sínum eigin forsendum. Léttar veitingar verða í boði Hugarafls. Aðgangur ókeypis en frjáls framlög til styrktar Hugarafli velkomin.