Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Við göngum úr myrkrinu inn í ljósið aðfaranótt 6. maí

By apríl 28, 2017No Comments
Darkness into light

Gangan verður í laugardalnum aðfaranótt 6. maí og hefst klukkan 4:00

Darkness into Light- Úr myrkrinu inn í ljósið- er ganga til að vekja athygli á sjálfsvígum, sjálfsskaða og sjálfsvígsforvörnum. Ganga þessi var haldin í fyrsta sinn fyrir 9 árum í Írlandi af Pieta House, sem er úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða. Gangan er haldin sem fjáröflun fyrir úrræðið og í Írlandi er hún ein af helstu tekjulindum Pieta House, sem er rekið með styrktarfé og fé úr fjáröflunum, ásamt stuðningi frá írska ríkinu.

Þetta er í annað sinn sem slík ganga er haldin á Íslandi. Með þátttöku þinni í göngunni gefst einstakt tækifæri til að heiðra minningu þeirra sem látist hafa af völdum sjálfsvíga og að vekja athygli á alvarleika þessa málefnis.

Pieta Ísland, sem samastendur af fulltrúum frá Hugarafli, Lifa-landssamtökum aðstandenda eftir sjálfsvíg, ásamt fleirum einstaklingum, stendur að göngunni og vill félagið stofna Pieta hús á Íslandi til mæta þeirri miklu þörf í samfélaginu fyrir úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða.
Pieta Ísland vill innleiða starf þetta á Íslandi í samstarfi við hið írska Pieta House og það fyrsta sem gert verður í fjáröfluninni er að halda þessa göngu til styrktar málefninu.

Gangan er 5 kílómetrar, gengið verður í Laugardalnum, þann 6. maí, kl 04:00 um morguninn og gengið verður saman inn í sólarupprásina, úr myrkrinu inn í ljósið.

Fólk er hvatt til að skrá sig á netinu.
Einnig vera skráningar á staðnum!
Húsið opnar kl 02:00 og verður þá hægt að skrá sig á staðnum til kl. 03:30.