Skip to main content
Geðheilbrigðismál

„Það er áfall að veikj­ast á geði“

By september 12, 2016No Comments

Eft­ir að börn Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur fluttu að heim­an, og lífið tók að kyrr­ast, tók hún upp á því að veikj­ast sí­end­ur­tekið. Við tók nokk­urra ára tíma­bil þar sem Elísa­bet var margoft flutt upp á slysa­deild, án þess að lækn­ar kæm­ust að því hvað væri að hrjá hana. Seinna komst Elísa­bet þó að því að veik­ind­in tengd­ust áföll­um sem hún hafði orðið fyr­ir, en hafði aldrei unnið úr.

Elísabet Jökulsdóttir komst að því að veikindin sem höfðu verið ...

Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir komst að því að veik­ind­in sem höfðu verið að hrjá hana stöfuðu af kvíða.

„Þetta lýsti sér þannig að ég hringdi á allt að fjóra sjúkra­bíla á ári því mér fannst ég vera að deyja. All­ur lík­am­inn var und­ir­lagður, ég var með melt­ing­ar­trufl­an­ir, hræðslu­köst og ónot og vissi ekki hvað var að mér. Og þeir fóru alltaf með mig upp á slysa­deild, þar var ég í ein­hverj­um rann­sókn­um en það fannst aldrei hvað var að.

Svo upp­götvaði ég að þetta var kvíði sem var að koma upp á yf­ir­borðið og ég tengdi það göml­um áföll­um sem ég hafði orðið fyr­ir. Ég var í of­beld­is­sam­bandi í gamla daga, þá var ég alkó­hólisti,“ seg­ir Elísa­bet, og bæt­ir við að fleiri áföll líkt og dauði föður henn­ar, sem og bar­átta henn­ar við and­leg veik­indi hafi líka sett strik í reikn­ing­inn.

„Það er áfall að veikj­ast á geði, en ég hef tvisvar sinn­um veikst mjög al­var­lega á geði. Maður fær enga áfalla­hjálp, held­ur er bara sett­ur inn á geðdeild. Það er auðvitað það eina rétta, en það þarf að bæta við áfalla­hjálp,“ seg­ir Elísa­bet, sem með hjálp vin­kvenna sinna komst að því að hin óút­skýrðu veik­indi sem hún hafði þjáðst af stöfuðu af kvíða.

„Ég á vin­kon­ur sem þjást af mikl­um kvíða og ég fattaði í gegn­um þær að hluti af þessu var kvíði sem braust út lík­am­lega. Ég hafði alltaf haldið að kvíði væri hugs­un í höfðinu, að kvíði gæti ekki lamað á mér tauga­kerfið eða komið af stað hjart­sláttatrufl­un­um. Ég fattaði það síðan að kvíðinn gat kallað fram svona ofboðslega mik­il lík­am­leg ein­kenni sem ollu því að ég hringdi á sjúkra­bíl.“

Þegar maður hef­ur tíma fyr­ir sjálf­an sig koma kvíðaköst­in

Elísa­bet seg­ir að veik­ind­in hafi fyrst farið að gera vart við sig þegar börn­in voru flog­in úr hreiðrinu og skyld­un­um fækkaði, enda sat hún þá upp með sjálfa sig.

„Þegar maður er hætt­ur að gera allt þetta venju­lega, þegar maður er hætt­ur að þvo þvott­inn og elda mat­inn og hef­ur all­an þenn­an tíma fyr­ir sjálf­an sig þá koma mik­il kvíðaköst. Ég vissi ekki að þetta væri kvíði, ég hélt að þetta væri þrá­hyggja. Ég hélt að þetta væru geðhvörf­in mín, en það var ekki fyrr en vin­kon­ur fóru að segja mér frá sín­um kvíða að ég áttaði mig á því að ég var eins og þær. Og kvíðinn var ekki endi­lega meðfædd­ur, held­ur kom hann til af áföll­um sem ekki hafði verið hlustað á.“

Elísa­bet, sem í dag hef­ur náð tök­um á kvíðanum, seg­ir nauðsyn­legt að vinna úr þeim áföll­um sem upp koma. Enda geti af­leiðing­arn­ar ann­ars sett strik í reikn­ing­inn.

Elísabet segir mikilvægt að vinna úr þeim áföllum sem maður ...

Elísa­bet seg­ir mik­il­vægt að vinna úr þeim áföll­um sem maður verður fyr­ir. Ljós­mynd­ari / Golli

„Ég er ekki að segja að það þurfi að hlusta á eitt áfall í 10 ár, það er nóg að taka aðeins utan um þetta áfall og segja „takk fyr­ir að ég bjargaðist, ég veit af þér“. Eitt lítið faðmlag get­ur verið nóg, ann­ars lend­ir maður í 10 ára áfallarösk­un,“ ját­ar Elísa­bet og seg­ist lík­lega myndu bregðast öðru­vísi við áföll­um í dag, en þar spili þakk­lætið stóra rullu.

„Ég má ráða hvernig ég bregst við og ég held að þakk­læti sé sterk­asta leiðin. Son­ur minn var eitt sinn næst­um drukknaður, hann var 14 ára og fannst á botni sund­laug­ar. Bróðir hans fann hann og bjargaði hon­um. Þá var ég í geðhvörf­um heima hjá mér en þegar ég var lát­in vita varð ég svaka­lega ör­vænt­ing­ar­full. Það dó allt inni í mér og ég var al­veg svaka­lega hrædd um að þetta væri mér að kenna og að hann myndi aldrei jafna sig. En þá var eins og ein­hver eng­ill hvíslaði að mér að vera þakk­lát fyr­ir að hann hefði bjarg­ast. Og svo hékk ég í þakk­læt­inu. Ég má velja þakk­læti, en þá er ég líka orðin full­orðin. Í dag myndi ég reyna að muna eft­ir þakk­læt­inu og reyna að muna eft­ir því þegar mér var hrein­lega send­ur eng­ill,“ seg­ir Elísa­bet að lok­um.

Elísa­bet seg­ir áföll ekki endi­lega vera af hinu slæma, enda megi margt af þeim læra. Þá seg­ir hún þau einnig fín­asta efnivið til list­sköp­un­ar, en á sunnu­dag mun hún standa fyr­ir svo­kölluðum áfalla­gjörn­ingi í Bæj­ar­bíói. Þar ætl­ar Elísa­bet að fara yfir 30 áföll sem hún hef­ur orðið fyr­ir á lífs­leiðinni, og lof­ar hún mik­illi upp­lif­un.

„Þetta verður mjög ein­stakt, áföll­in verða kom­in í bíó,“ bæt­ir Elísa­bet gletti­lega við að end­ingu.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um viðburðinn má finna á Face­book.

Grein birtist upphaflega á Mbl.is