Skip to main content
Fréttir

Sprett úr spori til styrktar Hugarafli!!

By ágúst 11, 2015No Comments

Hlaup 2015

Kæru hlauparar Hugarafls! Við erum hlaupurum okkar afar þakklát fyrir frumkvæði og þátttöku í komandi maraþonhlaupi Íslandsbanka 22.ágúst! Það er mikill stuðningur og hvatning í starfi okkar að þið sem okkar velunnarar styðjið baráttuna bættum hag fólks með geðraskanir og stuðlið þannig að framförum í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Við erum afar þakklát þeim stuðningi sem þið sýnið réttindabaráttu fólks með geðraskanir með því að „spretta úr spori“ og það er okkur sannarlega hvatning til að halda baráttunni áfram. Við munum vekja athygli á ykkar framtaki eins og okkur framast er unnt og hvetja ykkur áfram í hlaupinu.