Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Vetrarsólstöðuganga Pieta Íslands 21. desember

By desember 17, 2016No Comments
15585240_1835814196696816_8422089454752091472_o

Vetrarsólstöðugangan verður gengin 21. des klukkan 23:00 – 01:00

Pieta Ísland stendur í fyrsta sinn fyrir VETRARSÓLSTÖÐUGÖNGU í minningu þeirra sem tóku eigið líf. Kl. 23 verður opið hús hjá Kynnisferðum þar sem boðið verður upp á veitingar og nærandi samveru. Högni Egilsson og Ellen Kristjánsdóttir og dætur munu flytja ljúfa tóna og fluttar verða stuttuar hugleiðingar. Kl. 23.59 verður gengið með kyndla út að Vitanum við Skarfaklett þar sem fólki gefst tækifæri til að árita nöfn ástvina og kveðjur á Vitann. Að því loknu verður safnast saman í sandfjörunni og kveikt á friðarkertum.

Viðburðarsíða göngunnar á Facebook.  

Í Fólki með Sirrý síðastliðinn miðvikudag var rætt um sjálfsvígsvandann á Íslandi og þau úrræði sem Pieta Ísland eru að fara að bjóða upp á. Samtökin mun opna hús árið 2017, miðstöð fyrir fólk sem á um sárt að binda vegna sjálfsvígsvanda. Þjónustan þar verður fólki að kostnaðarlausu. Benedikt Þór Guðmundsson missti son sinn fyrir 11 árum þegar hann tók sitt eigið líf 21 árs gamall. Benedikt segir frá reynslu sinni og hve nauðsynlegt það er að vera með öðru fólki sem þekkir sorgina og vonina. Hann og fleiri í stjórn Pieta Ísland standa fyrir göngu 21.des úr myrkri í ljós. Auður Axelsdóttir og Sigríður Ásta Eyþórsdóttir segja líka frá göngunni og frá úrræðum Pieta Ísland.