Skip to main content
GeðheilbrigðismálGreinar

Sál­fræðiþjón­usta ekki tal­in end­ur­hæf­ing

By maí 30, 2016No Comments
Viðmælandi mbl.is fékk ekki fullan styrk úr varasjóði VR þar ...

Viðmæl­andi mbl.is fékk ekki full­an styrk úr vara­sjóði VR þar sem hann sótti um greiðslu vegna sál­fræðiþjón­ustu.mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Ein­stak­ling­ar sem sækja um styrk fyr­ir sál­fræðiþjón­ustu hjá stétt­ar­fé­lög­um þurfa að greiða skatt af styrkupp­hæðinni, en þeir sem sækja hins veg­ar um styrk fyr­ir lík­ams­rækt­ariðkun eða end­ur­hæf­ingu þurfa ekki að greiða skatta. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Rík­is­skatt­stjóra er sál­fræðiþjón­usta ekki tal­in falla und­ir end­ur­hæf­ingu.

Viðmæl­andi mbl.is, sem vildi ekki koma fram und­ir nafni, sótti á dög­un­um um greiðslu úr vara­sjóði VR vegna sál­fræðiþjón­ustu sem nam hátt í tvö hundruð þúsund krón­um fyr­ir síðastliðið ár. Átti hann inni 28.000 krón­ur sem greiðslu frá sjóðnum sem hann hugðist nota upp í sál­fræðiþjón­ust­una. Var hon­um þá tjáð það hjá VR að greiðsla fyr­ir sál­fræðiþjón­ustu væri skatt­skyld, en ef hann ætti lík­ams­rækt­ar­kort sem keypt hefði verið á ár­inu gæti hann fengið upp­hæðina greidda að fullu. Þar sem viðkom­andi átti ekki lík­ams­rækt­ar­kort skilaði hann inn reikn­ing­um fyr­ir sál­fræðiþjón­ust­unni og fékk þá aðeins greidd­ar 18.000 krón­ur af þess­um 28.000 krón­um.

„Þetta eru ekki regl­ur sem við setj­um held­ur skatt­ur­inn, og við höf­um verið mjög ósátt við þessa túlk­un skatts­ins á því að sál­fræðiþjón­usta skuli vera skatt­lögð,“ seg­ir Stefán Svein­björns­son, fram­kvæmda­stjóri VR. Seg­ir hann það skilj­an­legt að fólki finn­ist órétt­látt að geta fengið fulla greiðslu vegna t.d. lík­ams­rækt­ar­korts eða fé­lags­skír­tein­is í golf­klúbb, en ekki vegna sál­fræðitíma.

Aðeins horft á lík­am­leg­ar end­ur­hæf­ing­armeðferðir í kjöl­far veik­inda eða slysa

Ríkisskattstjóri telur sálfræðiþjónustu ekki falla undir endurhæfingu.

Rík­is­skatt­stjóri tel­ur sál­fræðiþjón­ustu ekki falla und­ir end­ur­hæf­ingu.

Í kafla 2.9 í regl­um um skatt­mat vegna tekna manna á tekju­ár­inu 2016, sem ber yf­ir­skrift­ina Heilsu­rækt, seg­ir að ekki skuli telja til skatt­skyldra tekna starfs­manns greiðslu frá launa­greiðanda, eða eft­ir at­vik­um stétt­ar­fé­lagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við íþróttaiðkun og aðra heilsu­rækt að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 55.000 kr. á ári. Með kostnaði við íþróttaiðkun og heilsu­rækt sé átt við greiðslu á aðgangi að lík­ams­rækt­ar­stöðvum, sund­laug­um og skíðasvæðum, greiðslu á æf­inga­gjöld­um í íþrótta­sali og fé­lags­gjöld­um í golf­klúbba sem og þátt­töku­gjöld vegna annarr­ar hreyf­ing­ar sem stunduð er með reglu­bundn­um hætti. Einnig fell­ur þar und­ir kostnaður við aðra heilsu­rækt eins og t.d. jóga og ann­ar sam­bæri­leg­ur kostnaður, þ.m.t. kostnaður vegna end­ur­hæf­ing­ar.

Í skrif­legu svari frá embætti Rík­is­skatt­stjóra seg­ir að það að telja um­rædda greiðslu á per­sónu­leg­um kostnaði ekki til skatt­skyldra tekna sé und­an­tekn­ing frá þeirri meg­in­reglu að öll hlunn­indi skuli telj­ast til skatt­skyldra tekna. Und­an­tekn­ing­arn­ar verði ekki skýrðar rýmra en orðalagið gef­ur til­efni til. Varðandi end­ur­hæf­ing­una sé átt við sam­bæri­leg­an kostnað og vegna íþróttaiðkun­ar sem stunduð sé til end­ur­hæf­ing­ar.

„Að þessu öllu virtu, og sér­stak­lega með hliðsjón af því orðalagi sem getið er, hef­ur rík­is­skatt­stjóri túlkað það þannig að með end­ur­hæf­ingu sé þá átt við ým­iss kon­ar lík­am­leg­ar sjúkrameðferðir í kjöl­far veik­inda eða slysa (end­ur­hæf­ing­ar), sem ger­ir fólki kleift að stunda vinnu áfram eða kom­ast til vinnu aft­ur. Þar með tal­inn get­ur við þess­ar aðstæður verið kostnaður við nála­stung­ur, sjúkraþjálf­un og sjúkr­anudd svo dæmi séu tek­in. Ekki hef­ur verið talið að sál­fræðiþjón­usta félli al­mennt hér und­ir.“

Samkvæmt upplýsingum frá Sálfræðingafélaginu er sálræn endurhæfing oft á tíðum ...

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sál­fræðinga­fé­lag­inu er sál­ræn end­ur­hæf­ing oft á tíðum jafn mik­il­væg og hin lík­am­lega.

Sál­ræn end­ur­hæf­ing jafn­mik­il­væg og hin lík­am­lega

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sál­fræðinga­fé­lag­inu er of­an­greind skil­grein­ing á end­ur­hæf­ingu mjög þröng. Þá sé hún í raun úr­eld þar sem hún sé ekki í takt við skil­grein­ing­ar á end­ur­hæf­ingu eins og þær eru í dag. Sál­ræn end­ur­hæf­ing sé oft á tíðum jafn­mik­il­væg og hin lík­am­lega.

Sál­fræðinga­fé­lagið er stétt­ar­fé­lag und­ir Banda­lagi há­skóla­manna (BHM), en sjúkra­sjóður BHM hef­ur áður gert at­huga­semd­ir við það fyr­ir­komu­lag við Rík­is­skatt­stjóra að sál­fræðiþjón­usta sé ekki flokkuð sem end­ur­hæf­ing. Ekki hef­ur verið brugðist við því.

Grein birtist á mbl.is