Skip to main content
Fréttir

Pistill á 14 ára afmæli Hugarafls

By júní 5, 2017No Comments
31. mars 2009 253

Hugaraflsfólk í bartáttuhug þá og nú. Mynd úr myndasafni

Auður Axelsdóttir skrifar.
Kæru vinir! Hugarafl á 14 ára afmæli í dag, þann 5. júní 2017. Innilega til hamingju! Til hamingju með allan árangurinn, batann og baráttuna! Ótrúlega margir hafa lagt sitt á vogarskálarnar í Hugarafli í gegnum árin til að innleiða aðra nálgun varðandi geðheilbrigði. Við höfum sýnt fram á að geð manna byggist á tilfinningum, reynslu og þroska svo fátt eitt sé nefnt. Og ef að eitthvað kemur uppá sem getur valdið sársauka eða geðrænum vandkvæðum, ber ekki að meðhöndla það sem sjúkdóma heldur sem tilfinningalega erfiðleika sem hægt er að ganga í gegnum. Í greininni sem ég deili hér eru færð rök fyrir því að þjónusta innan geðheilbrigiskerfisins þurfi að breytast og hún þurfi að byggja á mannlegum gildum, ekki sjúkdómastimplum. Þetta höfum við í Hugarafli kynnt ítrekað til sögunnar með umræðu, baráttu, reynslu okkar og þjónustu í gegnum árin. Við höfum fengið góðar viðtökur sérstaklega frá þeim sem vilja ná bata með annarri nálgun og þeim sem sjá þetta manneskjulega módel virka, þar með talið læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk.

Baráttan okkar hefur oft verið erfið og ekki síst þessar vikurnar. Stundum er erfitt að sjá hvernig verði áfram haldið þegar skilningur er af skornum skammti eins og við Hugaraflsmenn erum að upplifa núna frá stjórnvöldum. Þið sem hafið fylgst með baráttunni okkar undanfarið, vitið hvað um er rætt og því miður virðist baráttan núna ekki ætla að skila okkur meiri skilningi, jafnvel virðumst við mæta mestu vöntun á hinu sama en við höfum nokkurn tíma gert áður.  En ég get alveg sagt ykkur að við munum ekki gefast upp því við vitum að vanvirðingu og vanþekkingu verður að sigra til að ekki verið um einsleita þjónustu að ræða, til að tilfinningar verði ekki hólfaðar niður og til að ekki sé litið á mannfólkið sem einsleit viðfangsefni. Við munum halda áfram að skapa og sýna fram á að með því að efla vald manneskju sem hefur misst það einhverra hluta vegna, þá er séð til þess að manneskjan hafi alla möguleika til að eflast á ný og fara til fullrar þátttöku í samfélaginu með öllum þeim kostum og göllum sem þar felast. Við munum við ekki láta deigan síga. Það hefur verið ótrúlega magnað að finna þjóð og þing standa með okkur. Fjöldi þingmanna hefur stigið á stokk til að styðja Hugarafl og benda á mikilvægi þess að það haldi sínum sess í samfélagi okkar. Það hefur verið ótrúlega magnað að finna að fólk sem er ekki hrætt við breytingar styður eðlilega framþróun og fjölbreytileika og gerir þá sjálfssögðu kröfu að kerfið okkar virði manneskjuna og hennar persónulegu leiðir. Kæru vinir, baráttan heldur áfram og með hvatningu ykkar getum við vonandi séð réttlætið sigra og upplifað á ný þá sjálfsögðu virðingu sem Hugarafl á skilið.

 

Why We Need to Abandon the Disease-Model of Mental Health Care

 

Close Menu