Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismál

Opið hús hjá Geðheilsu-eftirfylgd og Hugarafli 5. nóvember kl.10:00-12:00

By nóvember 3, 2015No Comments

11230964_10207317980924841_1293066398970841773_nÍ tengslum við Fræðadagana 2015 verður opið hús
hjá Geðheilsu-eftirfylgd og Hugarafli.

Opna húsið verður fimmtudaginn 5. nóvember 2015,
kl.10:00-12:00  Borgartúni 22, 2. hæð.

Athugið breyttan tíma, sem er til að koma á móts við Fræðadagagesti utan af landi.

Það verður tekið vel á móti gestum og þeir fræddir um innra starf Geðheilsu-eftirfylgdar og Hugarafls og hugmyndafræðina sem unnið er eftir.

Geðheilsa-Eftirfylgd er samfélagsleg geðþjónusta þar sem teymi fagfólks og notenda sinnir batahvetjandi stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur. Forvarnir, endurhæfing, eftirfylgd, fræðsla og ráðgjöf í bataferli eru áherslur stöðvarinnar og hverjum einstaklingi er mætt út frá eigin forsendum.Tilgangur þjónustunnar er að bjóða fólki með geðræna erfiðleika og aðstandendum þeirra eftirfylgd og ráðgjöf, alhliða stuðning og endurhæfingu.

Geðheilsa-Eftirfylgd er í nánu samstarfi við Hugarafl, sem er samstarfshópur notenda og fagfólks þar sem notendaþekking og hópastarf er í forgrunni. Geðheilsa-Eftirfylgd og Hugarafl starfa samkvæmt hugmyndafræði valdeflingar(empowerment) og batamódeli (PACE, personal assistance in community existence). Lögð er áhersla á að greina hvað virkar í bataferlinu og hvað ekki, vinna á forsendum hvers og eins einstaklings, ásamt því að byggja upp tengslanet sem styður við notandann.

Nálgun stöðvarinnar hefur gefið góða raun fyrir einstaklinga með geðraskanir. Byggt er á að mæta fólki strax og vinna með þær hindranir sem upp hafa komið vegna geðrænna erfiðleika og fylgja síðan fólki eftir eins lengi og þörf krefur. Markmiðið er bati og litið er á erfiðleikana sem tímabundna og að hægt sé að ná tökum á þeim. Hópurinn sem til stöðvarinnar leitar er mjög breiður og áherslur mismunandi hjá hverjum og einum.