Skip to main content
Fréttir

Kynning á eCPR á 10. okt í Hugarafli

By október 7, 2016No Comments

eCprÍ tilefni af Alþjóða Geðheilbrigðisdeginum 10.okt mun fara fram kynning á eCPR eða Andlegu hjartahnoði hjá okkur í Hugarafli. Við munum fara yfir megin inntak í þeirri nálgun sem eCPR er, hvað er hún öðruvísi en áður hefur verið notað, hvar er nálgunin aðallega notuð og hvers vegna virkar hún svona vel. Þar sem yfirskrift 10.okt í ár er „Virðing er fyrsta hjálp“ er það frábært að geta boðið uppá þá nálgun sem notendur geðheilbrigðiskerfis hafa fundist ein sú mesta virðing í. Í Hugarafli eru 3 þjálfarar sem hafa náð sér í þau réttindi sem þarf til að mega kenna eCPR en það eru þau Einar Björnsson, Málfríður Einarsdóttir og Auður Axelsdóttir. Þau munu leiða okkur inní þennan fróðleik en á staðnum verður hægt að bóka sig á þau námskeið sem framundan eru.