Skip to main content
Fréttir

Hugarafl kveður nema

By febrúar 27, 2018No Comments

Takk fyrir samstarfið Lena.

Við í Hugarafli vorum heppin að fá Elenu Maltsevu, 4. árs iðjuþjálfanema, í vettvangsnám í byrjun árs. Elena, eða Lena eins og hún er kölluð, hefur tekið fullan þátt í starfinu með okkur frá 4. janúar – 23. febrúar. Þetta var hennar fjórða og síðasta vettvangsnám fyrir útskrift en hún nýtti tækifærið vel til að kynnast geðheilbrigðismálum, hugmyndafræði valdeflingar og bata og starfsemi hússins. Lena var fljót að tengjast fólkinu hér og við höfum verið afar lukkuleg að fá að vinna með henni.

Í gær héldu Hugaraflsmeðlimir svolitla kveðjuathöfn Lenu til heiðurs og gáfu henni uppbyggilega gagnrýni og þakkir fyrir kynnin. Endurgjöfin mun svo fylgja henni áfram sem framtíðarfagaðili og minningarnar lifa með okkur öllum.

Lena vildi líka sjálf koma á framfæri hversu ánægð hún var með þetta tímabil og sagði meðal annars: „Þetta hefur verið mjög jákvæð og lærdómsrík reynsla. Það var mjög gaman að kynnast fólkinu í Hugarafli og hugmyndafræðinni.“

Bestu þakkir til Lenu, við lærðum mikið af því að vinna með þér og óskum þér velfarnaðar í framtíðinni!

Iðjuþjálfunarfræði er kennd við Háskólann á Akureyri og er nú sett upp sem þriggja ára B.S. nám og svo eins árs diplomanám á mastersstigi til að fá starfsleyfi sem iðjuþjálfi. Bendum á www.unak.is fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér námið frekar.