Skip to main content
Fréttir

Heilandi raddir í Bíó Paradís

By október 4, 2016No Comments

14463309_10209971784508272_4039895062093412563_nHugarafl stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni „Healing Vocies“ í Bíó Paradís föstudaginn 14. október. Myndin segir frá reynslu  þriggja einstaklinga sem eru notendur geðheilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum og er tekinn yfir 5 ára tímabil.

Þau Oryx, Jen og Dan greina ítarlega frá reynslu sinni af að heyra raddir í tengslum við „andleg veikindi“ og hafa tekist á við sín „veikindi“ á óhefðbundinn hátt sem samræmist ekki læknisfræðilega módelinu eins og það er í dag

Sú hugmyndafræði sem birtist í myndinni er höfð í heiðri í allri starfsemi Hugarafls, þ.e. að bati hvers og eins er einstaklingsbundið ferli og þarf hver og einn að vera upplýstur  um mismunandi leiðir að bata og  ver virkur þátttakandi í allri ákvarðanatöku.

Oryx höfundur myndarinnar verður viðstaddur sýninguna og mun svara fyrirspurnum úr sal að sýningu lokinni.

 

Viðburðarsíða sýningarinnar á facebook.