Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Geðlyfjanotkun minnki um helming

By November 7, 2016No Comments

Samtökin Hugarafl vilja að stofnaður verði vinnuhópur sérfræðinga sem hafi það markmið að minnka lyfjanotkun vegna geðraskana um 50% á næstu fimm árum.

Geðlyf Notkunin eykst en Hugarafl vill að þróunin verði í hina áttina.

Samtökin Hugarafl vilja að stofnaður verði vinnuhópur sérfræðinga sem hafi það markmið að minnka lyfjanotkun vegna geðraskana um 50% á næstu fimm árum. Sami hópur myndi einnig setja reglur um lyfjagjöf auk þess sem notendur fengju skýrar upplýsingar um virkni og aukaáhrif lyfjanna.
Hugarafl sendi frá sér ályktun þessa vegna fréttar í Morgunblaðinu fyrir helgina um Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun. Þar segir að í engu norrænu landanna séu örvandi lyf eins og rítalín og önnur þeim skyldi notuð í sama mæli og hér. Þá er Ísland hæst í notkun örvandi svo og róandi og kvíðastillandi lyfja sem og svefn- og flogaveikilyfja, en þau eru öll ávanabindandi.
Um mikla geðlyfjanotkun segir Hugarafl að hún hafi áhrif á færni og þátttöku fólks í samfélaginu og geti hamlað bata. Reynslan sé líka sú að lyf sem vinna eigi á geðsjúkdómum og röskunum þeim skyldum séu gjarnan notuð í of miklu magni og yfir of langan tíma.
»Hér teljum við mannréttindi vera brotin og tilgangur með ofnotkun þessara lyfja óljós í lækningaskyni. Læknastéttin ber hér mikla ábyrgð sem ekki er nægjanlegt eftirlit með frá stjórnvöldum,« segir í ályktun Hugarafls. Er þar bent á að t.d. í Finnlandi þurfi þriðjungur fólks sem veikist af geðrofi ekki á lyfjum að halda, enda sé viðeigandi meðferð til staðar. Talar Hugarafl fyrir slíkum úrræðum í ályktun sinni og kallar þar eftir umræðu eða aðgerðum af hálfu stjórnvalda. sbs@mbl.isSamtökin Hugarafl vilja að stofnaður verði vinnuhópur sérfræðinga sem hafi það markmið að minnka lyfjanotkun vegna geðraskana um 50% á næstu fimm árum.

www.mbl.is 7.11.2016