Skip to main content
Fréttir

Fyrsti Open Dialouge þjálfarinn á Íslandi

By nóvember 3, 2023No Comments

Auður Axelsdóttir hefur lokið þjálfunarréttindum í Open Dialouge. Auður er eini Íslendingurinn sem hefur lokið OD réttindum og því ber að fagna. Við í Hugarafli erum afar stolt af þessum áfanga. Auður er nú í framhaldsnámi í London og fær á næsta ári réttindi til að þjálfa aðra í þessari mikilvægu nálgun.  Hún hyggst að sjálfsögðu nota krafta sína á næstu mánuðum og árum í að innleiða þessa aðferð hér á landi.
Við í Hugaraflinu óskum Íslendingum innilega til hamingju!! Nálgunin Open Dialouge byggir á samstarfi og stuðningi við fjölskyldur sem ganga í gegnum geðræna erfiðleika fjölskyldumeðlims.

Aðferðin hefur þróast frá 1980 í Tornio Finnlandi og breiðst víða um heim. Rannsóknir til áratuga sína ótvíræðan árangur m.a. færri innlangir, færri sjúkdómsgreiningar minni geðlyfjanotkun, aukin valdefling og þátttaka í samfélaginu. Svo fátt eitt sé nefnt.  Við vonumst til að okkur Íslendingum lánist að opna samfélagið okkar fyrir þessari nálgun og bæta þar með aðstæður og líðan fjölskyldna sem hafa reynslu af geðrænum áskorunum og auka batalíkur og lífsgæði.

Í Hugarafli höfum við á síðustu árum prófað okkur áfram með áherslum Open Dialouge með góðum árangri. Ef þín fjölskylda hefur áhuga á að kynna sér aðferðina eða óska stuðnings hjá Hugarafli er emailið hugarafl@hugarafl.is