Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismál

Fyrirlestur um tölvufíkn vakti mikil viðbrögð

By nóvember 16, 2015No Comments

3-IMG_1888Fimmtudaginn 12. nóvember stóðu Geðheilsustöð Breiðholts og Hugarafl fyrir fræðsluerindi um tölvufíkn.   Fyrirlesari var Þorsteinn Kristján Jóhannsson framhaldsskólakennari sem sagði sögu sína af baráttunni við tölvufíknina og hvernig hann tók á hlutunum til að bæta úr málum.  Erindið vakti marga til umhugsunar og ljóst að áhugi er fyrir hendi innan Hugarafls að vinna meira með þetta málefni.

Þorsteinn mun halda annan fyrirlestur eftir áramót sem verður auglýstur betur síðar.  Þar verður farið yfir orsakir tölvufíknar og gefnar ýmsar ráðleggingar fyrir tölvufíkla og aðstandendur þeirra.

Hér er að finna hljóðupptöku af viðtali sem tekið var við Þorstein í Mannlega þættinum á Rás 1 í tilefni af fræðsluerindinu.

Nánari upplýsingar um tölvufíkn má finna á vefsíðunni tolvufikn.is sem Þorsteinn stendur fyrir.