Fréttir

Daniel Fisher á Íslandi; heldur námskeið hjá Hugarafli!

By júní 19, 2015No Comments

Myndir af vél í ágúst 2011 041
Kæri viðtakandi!
eCpr
Frábært námskeið sem höfðar til fagfólks og annarra sem hafa hug á að styðja einstaklinga í tilfinningalegu uppnámi við að endurheimta vonina og tilganginn í líf sitt.
Daniel B. Fisher geðlæknir M.D., Ph.D. heldur tvö námskeið í Andlegu Hjartahnoði(eCPR- Emotional CPR) Í Hugarafli hið fyrra dagana 20.-21. júní og hið seinna dagna 23.-24.júní.
Gjald: Námskeiðsgjald fyrir tveggja daga námskeið; 28.000 kr.
Skráning hjá Hugarafli; hugarafl@hugarafl.is
Daniel Fisher er geðlæknir frá Harvard Medical háskólanum. Hann náði bata af geðklofa og er einn a fáum geðlæknum í heiminum sem talar opinberlega um reynslu sína af geðsjúkdómum. Hann hefur tvisvar áður komið til Íslands með fyrirlestra og vinnusmiðjur á vegum Hugarafls, en Hugarafl starfar eftir hans hugmyndafræði, þ.e. Pace módelið (PACE=Personal assistance in community existence) sem byggist á valdeflingu(empowerment). Fisher er framkvæmdastjóri National Empowerment Center í Boston. Hann fer víða um heim og ræðir reynslu sína og styður jafnframt samfélög eins og okkar til að innleiða batahugmyndafræði. He was a commissioner on the President’s New Freedom Commission on Mental Health, 2002-03.
Andlegt hjartnhnoð er lýðheilsukennsla fyrir alla, þróuð til að kenna fólki að hjálpa öðrum í gegnum tilfinningalega krísu í þremur eftirfarandi skrefum:
1) Tengjandi skrefið inniheldur hlustun, að æfa nánd og skapa öryggi.
2) Valdeflandi skrefið hvetur til vonar og þátttöku í lífinu.
3) Endurnærandi skrefið endurvekur sambönd við ástvini og stuðningskerfi, byrjar eða áframheldur heilsusamlegri rútínu, velllíðan, styrkir sigurtilfinningu og árangurstilfinningu, vekur tilfinningalega heilun, sköpunargleði og tilfinningu um að tilheyra í samfélaginu

Nánari upplýsingar um námskeiðið og Daniel Fisher má finna á eftirfarandi vefslóðum:
http://emotional-cpr.org/videos.htm#Emotional-CPR-Webinar
http://www.emotional-cpr.org/
http://www.power2u.org