Skip to main content
FjarfundirFréttir

Hugarafl veitir félagsmönnum öfluga þjónustu daglega í gegnum fjarfundarbúnað

By mars 13, 2020maí 5th, 2020No Comments

Þjónusta Hugarafls síðan samkomubann var sett á:

Félagsmenn hafa aðgang að öflugri dagskrá í gegnum fjarfundarbúnað og býðst að auki að koma í stuðningsviðtöl í húsnæði Hugarafls í Lágmúla. Félagsmenn hafa einig aðgang að tenglum , þ.e. einstaklingi sem þekkir vanlíðan en er í góðum bata.og símtölum, netpósti og facebookskilaboðum er svarað og brugðist hratt við þegar leitað er stuðnings.

Tekið er á móti nýliðum sem hafa samband eða er vísað til Hugarafls. Boðið er uppá viðtal/viðtöl og ef við á er viðkomandi boðið strax inn í dagskrá Hugarafls. Þetta er gert til að tryggja að hægt sé að grípa viðkomandi strax og veita stuðning hér og nú. Reikna má með að nýliðar fari svo inn í hefðbundna dagskrá hjá Hugarafli þegar samkomubanni líkur. Nýliðar eru einnig hvattir til að fá tengil strax í upphafinu, tengill er einstaklingur í bata sem veitir samherjastuðning.

Hugarafl er í virku sambandi við landsbyggðina og hefur boðið nýliðum frá landsbyggðinni þátttöku í starfi Hugarafls í gegnum fjarfundarbúnað. Fulltrúar frá Hugarafli hitta ráðuneytið í Geðráði v.Covid-19 og hafa m.a. tekið að sér að kanna aðstæður á landsbyggðinni í núverandi ástandi, teikna upp tengslanet og styðja tengiliði áfram á hverjum stað fyrir sig.

Á hverjum föstudegi kl.11:00 er boðið uppá opið streymi í gegnum facebooksíðu Hugarafls og Stundarinnar. Þar fer fram opið samtal um líðan í núverandi aðstæðum og bjargráð. Tæplega 40.000 áhorf hafa komið á þau fimm streymi sem haldin hafa verið en þeim verður haldið áfram á föstudögum.

Munum að hlúa að okkur á þessum tímum, virkja bjargráðin og leita til stuðningsnets okkar. Við minnum á að hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Hugarafls hugarafl.is/hladvarp/ ef ykkur vantar afþreyingu á komandi vikum.

Við munum svara fyrirspurnum sem okkur berast á hugarafl@hugarafl.is og í síma: 414 1550 á dagvinnutíma.