Hugaraflsfólk hefur víða komið við í liðinni viku. Auk hefðbundins batamiðas starfs í Borgartúninu var formaður Hugarafls, Málfríður Hrund Einarssdóttir í viðtali á Bylgjunni. Viðtalið er hægt að hlusta á hér fyrir neðan. Fulltrúar Hugarafls mættu svo á fimmtudag hjá velferðarnefnd Alþingis til að kynna starfsemina og veita upplýsingar til nefndarinnar. Var vel tekið á móti okkur og vonum við að nefndarmenn kíki til okkar í heimsókn einhvern daginn til að fá frekari tilfinningu fyrir starfinu.