Skip to main content
Fréttir

Fréttatilkynning frá Hugarafli – Morgunfundur með Gallup

By September 26, 2025September 27th, 2025No Comments

Fréttatilkynning frá Hugarafli – Gallup kynnti niðurstöður nýrrar könnunar meðal félagsfólks

Í morgun kynntu Ólafur Veigar Hrafnsson og Lilja María Árnadóttir, fulltrúar Gallup, niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir félagsfólk Hugarafls í byrjun sumars fyrir hagsmunaaðilum í geðheilbrigðiskerfinu og þeim aðilum sem stutt hafa starf Hugarafls í gegnum árin.


Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Hugarafls, og Grétar Björnsson, fræðslu- og stuðningsfulltrúi í Hugarafli, opnuðu fundinn og töluðu m.a. um hvernig það bætir gæði þjónustu okkar að framkvæma svona kannanir reglulega. 


Ólafur Veigar Hrafnsson, fulltrúi Gallup

Mikil ánægja var á meðal fundargesta með niðurstöðurnar sem sýna vel fram á mikilvægi óhefðbundinnar nálgunar í geðheilbrigðiskerfinu og greinilegt er að hugmyndafræðin sem Hugarafl starfar eftir ber góðan árangur, enda sýna niðurstöður fram á það.

  • Helstu niðurstöður sýna að 86,6 % þátttakenda sögðust hafa upplifað slæma líðan áður en þeir fengu aðstoð frá Hugarafli en eftir aðstoðina hafði hlutfallið lækkað í 24,5 %.
  • 71,7% einstaklinga sögðust hafa litla trú á að komast aftur til vinnu eða í nám áður en þeir hófu þjónustu Hugarafls en eftir að fólk hóf þjónustu Hugarafls lækkaði hlutfallið í 22,1%  
  • 72,5% einstaklinga sögðust hafa íhugað sjálfsvíg áður en leitað var til Hugarafls en 51,9% sögðust hafa íhugað sjálfsvíg eftir að leitað var til Hugarafls sem er 20,6% lækkun.

 
Notendur Hugarafls eru bersýnilega ánægð með þjónustuna.


Fundargestir voru áhugasamir og ánægðir með fundinn.


Meðal gesta voru Willum Þór Þórsson og Ásmundur Einar Daðason, fyrrum ráðherrar sem hafa verið afar vinveittir okkur í gegnum árin og stutt vel við okkar starf.

Hugarafl þakkar fundargestum fyrir komuna og góða áheyrn.

Hér má lesa niðurstöður könnunarinnar: Hugarafl_Niðurstöður