Hugarafl verður 15 ára þriðjudaginn 5. júní næstkomandi. Ungir og aldnir Hugaraflsmeðlimir ætla að koma saman í Borgartúni 22 klukkan 13:00 – 15:00 á afmælisdaginn, njóta dagsins og fagna áfanganum. Boðið verður upp á veitingar og Hugaraflsfólk mun verða með tónlistaratriði. Við hvetjum alla til þess að mæta og fagna með okkur merkum áfanga. Áfram Hugarafl!