FréttirGeðheilbrigðismál

Viðja styrkir Hugarafl með sölu armbanda

By apríl 6, 2016 No Comments

Flottar ungar konur úr Versó vildu leggja sitt að mörkum til að vekja athygli á geðrænum vandamálum og fjarlægja „tabú“ stimplinn sem á það til að festast við þetta málefni.  Skilaboðin með herferðinni eru að það er í lagi að leita sér hjálpar.  Þær ákváðu að hanna fallegt armband úr ekta silfri og rennur ágóði sölunnar til að styrkja starfsemi Hugarafls.  Á armbandinu hangir skífa úr ekta silfri með tákninu HAMINGJA eða STYRKUR sem eru hvatningarorð til fólks.   Þetta armband er því frábært djásn til að lýta á & hugsa að ég á VAL hvernig líf mitt er. Ég VEL að hugsa jákvætt um mig & mitt líf.

Hægt er að kaupa armböndin inná þessari síðu HÉR. Boðið upp á fría heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisins.  Armböndin verða líka til sölu á sölubás í Smáralindinn nú á laugardaginn. Við hvetjum alla til að verða sér út um eitt armband þar sem að þetta er vert málefni að styrkja og þessar ungu stúlkur frábærar fyrirmyndir sem að eiga skilið athygli. Það er erfitt að lifa í nútímasamfélagi, mikið stress, pressa & kvíði.

 

 

 

 

 

12963861_10153391344627441_5259072457157407128_n