Skip to main content
Fréttir

Afmælisávarp formanns 15 ára afmæli Hugarafls

By júní 6, 2018No Comments

Mig langar að byrja á að þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að fagna með okkur í dag á deginum okkar allra.

Fyrir 15 árum varð þetta fallega samfélag Hugarfl til, félag sem við sum lítum á sem okkar annað heimili, okkar vinnustað, stað þar sem við hittum okkar góðu vini. Fyrst og fremst komum við hér til að ná okkur í valdið okkar, vald til að ná stjórn aftur á okkar lífi eftir andlegt þrot af einhverjum toga, við köllum það bata og bætt lífsgæði hér í Hugarafli.

Þegar farið var að stað voru þau ekki mörg, en þau voru mögnuð. Það sem var spes á þeim tíma var að þar voru komnir saman notendur geðheilbrigðisþjónustu á íslandi og fagmaður sem mynduðu einstaka samvinnu á jafningjagrundvelli. Það sem þau lögðu upp með á þeim tíma árið 2003 var að nýta einmitt reynslu fólks sem hafði upplifað geðræna erfiðleika á eigin skinni og til að hafa áhrif á Íslenskt geðheilbrigðiskerfi. Núna 15 árum síðar er þörfin annsi rík og við munum halda áfram því sem þau lögðu upp með í upphafi. Hafa áhrif, vera aðhald við kefið, vinna með valdeflingu og batahugmyndafræðina og síðast en ekki síst að bjóða uppá opið úrræði.

Það eru sérstakar aðstæður einmitt í dag þegar við fögnum þessum degi þar sem við vitum lítið um hvar við munum vera til húsa í haust, en til að rifja upp þá var byrjun í Grasagarðinum þá Drápuhlíðin, Bolholt þá Mjóddin og nú Borgartúnið.

Hvað varðar það sem framundan er ætla ég að vera bjartsýn og jákvæð því burt sé frá hvað er í umræðunni þá finn ég á ráðamönnum að við erum mikið í rædd innan flokkanna og hjá ráðherrum eins inná þinginu öllu og ég bíð eftir símtali við ritara ráðherra til að fá samtalið sem ég trúi og treysti að muni færa okkur rekstrarfé áfram. Það eru fullt af möguleikum sem við þurfum að skoða og munum gefa okkur tíma í það núna eftir afmælið.

En hei er þetta ekki veisla ? Er ekki gleðidagur ? Við skulum þess heldur fagna hér í dag, því við ætlum að eiga framhald, við ætlum að fagna 16 ára afmælinu að ári í fínu húsnæði með sama yndislega andann og hefur verið hér alla tíð. Sú einstaka samkennd og hlýja viðmót skapast ekki með peningum eða steinsteypu heldur andrúmsloftinu sem hver og einn leggur til.

Ég segi því til okkar allra, Til hamingju með daginn nú skulum við njóta með yndislegum veitingum, dásamlegu fólki og frábærum tónum hljómsveitar hússins.