Skip to main content
Greinar

Mér er mis­boðið!

By febrúar 19, 2017No Comments
Einar Áskelsson.

Ein­ar Áskels­son

Veik­ind­in hafa haft af­drífa­rík áhrif á mig og mitt líf. Mér varð mis­boðið áður en ég vissi hvort eða hvað gæti verið að hjá mér! Í hræðilegri van­líðan ákvað ég í ör­vænt­ingu að vera op­inn á Face­book. Í ör­vænt­ingu að hrópa á hjálp án þess að nefna það! Að vera op­in­skár skilaði sér síðar en var ábyggi­lega stimplað sem væl hjá ein­hverj­um. Ég gaf um leið færi á mér og var þá of viðkvæm­ur að geta tekið við mót­læti sem vissu­lega kom. Þegar ég vissi hvað væri að mér sveið mér mikið gagn­vart þeim sem sáu ástæðu að for­dæma mína líðan. Þetta var eld­skírn fyr­ir það sem síðar kom,“ seg­ir Ein­ar Áskels­son í sín­um nýj­asta pistli:

Ég er að læra að gang­ast heiðarlega við eig­in til­finn­ing­um. Ekki byrgja inni og þykj­ast. Ég ber virðingu fyr­ir líðan fólks. Mér verður á en meiði ekki fólk með ljót­um orðum af ásettu ráði. Ég reyni að til­einka mér það viðhorf að dæma ekki líðan fólks hver sem ástæða van­líðan­inn­ar er. Þó að mér finn­ist eitt­hvað létt­vægt mót­læti get­ur öðrum fund­ist það óyf­ir­stíg­an­legt. Það veit­ir mér eng­an rétt að dæma né gera lítið úr viðkom­andi. Allra síst ef ég þekki hvorki né skil hvað viðkom­andi er að glíma við. Að sama skapi hef­ur eng­inn rétt á að dæma mig og mína líðan. Hvort sem mér líður vel eða illa þá er það mín raun­veru­lega líðan. Það er ógeðslega sárt að upp­lifa dóm­hörku annarra á líðan sinni. Ég get ekki út­skýrt hvernig það er að ganga í gegn­um ofsa­kvíða- og panikk­ast sem stend­ur yfir í 1-4 klst! Né hvernig er að vera hald­inn ofsa­kvíða og þurfa all­an morg­un­inn að ná kjarki til að horf­ast í augu við dag­inn. Eða vera orku- og varn­ar­laus þannig að fólk kom­ist auðveld­lega að minni viðkvæm­ustu kviku. Þetta var mín líðan og til­vera í marga mánuði. Held­ur þú að ég geri meira úr þessu til að leita eft­ir meðaumk­un? Eða sé ekki nógu harður af mér? Ég spyr því áður en ég fékk hjálp glumdu svona skila­boð í hausn­um á mér. Ég reif mig niður og setti enn ómann­eskju­legri kröf­ur á mig. Það sást ekk­ert utan á mér. Ég var minn harðasti dóm­ari og hef alltaf verið.

Í gegn­um aðallega pistla­skrif og viðtöl hef ég kynnst viðhorf­um í sam­fé­lag­inu gagn­vart and­leg­um veik­ind­um. Það geri ég í gegn­um fjöl­mörg viðbrögð sem ég hef fengið frá fólki sem glím­ir við and­leg veik­indi og einnig aðstand­end­um. Mér er mis­boðið að í byrj­un árs 2017 skuli fólk með and­leg veik­indi ekki treysta sér að viður­kenna veik­indi sín! Af hverju? Nei það er ekki aum­ingja­skap­ur. Það er ótti við að öðrum finn­ist maður minna virði sem mann­eskja. Ótti við að upp­lifa sárs­auk­ann að verða hafnað. Því miður er sumt fólk upp­tekið að bera sig sam­an við aðra, líkt og það byggi sjálfs­virðing­una að telja sig betri en aðrir! Mig grun­ar að þetta sé sterk und­ir­rót dóm­hörk­unn­ar. Ég þekki dæmi um að fólk feli veik­ind­in af ótta við að missa vinn­una. Eru stjórn­end­ur fyr­ir­tækja skiln­ings­rík­ir á and­leg veik­indi sem og lík­am­leg? Er þessi ótti fólks ástæðulaus? Get­ur þú ímyndað þér að vera í spor­um fólks í ótta við dóm­hörku og/​eða ótta við at­vinnum­issi? Eins og það sé ekki nógu erfitt að glíma við veik­ind­in ein og sér. Fólk er möl­brotið á sál­inni og þýðir ekki að segja því að vera harðara af sér! Af feng­inni reynslu spyr ég líka. Búum við virki­lega í sam­fé­lagi þar sem al­mennt viðhorf er að and­leg veik­indi eru ann­ars flokks miðað við lík­am­leg? Mér er veru­lega mis­boðið!

Rétt fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar í haust skrifaði ég pist­il og sendi per­sónu­lega á val­in­kunna fram­bjóðend­ur í flest­um flokk­um. Eðli­lega voru þeir upp­tekn­ir en bjó mér til vænt­ing­ar um að ég yrði að lág­marki lát­inn vita að pist­ill­inn væri mót­tek­inn. Mig minn­ir að 2 frek­ar en 3 létu mig vita og þökkuðu fyr­ir. Einn gaf sér tíma að skrifa mér til baka. Það þótti mér veru­lega vænt um. Af hverju sendi ég pist­il­inn á fram­bjóðend­ur? Ef fram­bjóðend­ur til Alþing­is eru þversk­urður af þjóðfé­lag­inu, er þá ekki lík­legt að ein­hverj­ir séu með for­dóma­blandað viðhorf gagn­vart and­leg­um veik­ind­um sem er byggt á rang­hug­mynd­um og vanþekk­ingu? Er þá hætta á að skorið verður niður fjár­fram­lag til geðheil­brigðismála vegna þekk­ing­ar­leys­is og/​eða for­dóma? Það yrði meiri hátt­ar tabú. Þá yrði mér end­an­lega mis­boðið!

Þrátt fyr­ir að sam­tök og fé­lög and­legra veikra vinni gott starf og séu sí­fellt að reyna að halda umræðunni gang­andi er enn erfitt að gera það for­dóma­laust. Af hverju? Hef mikið spáð í það og finnst lausn­in ekki flók­in. For­varn­ar­starf með fræðslu fyr­ir yngstu kyn­slóðirn­ar. Þar er tæki­færið að móta rétt viðhorf þannig að kom­andi kyn­slóðir líti ekki á and­leg veik­indi sem tabú! Frá­bært fram­tak þeirra sem hafa haft frum­kvæði að segja frá sinni reynslu í grunn­skól­um og fram­halds­skól­um. Ef þetta tekst ekki breyt­ist ekk­ert til batnaðar til framtíðar.

Frá sept­em­ber 2015 hef ég lagt mikið á mig að ná bata frá veik­ind­um, eins og ég nefndi, sem ég hvorki bað um né gat spornað við. Er að vinna á ofsa­kvíða- og ótta, þung­lyndi, meðvirkni og of­virkni (ADHD). Að vera með þessa stimpla ger­ir mig ekki að verri né lægra settri mann­eskju. Né betri. Það fer að líða að því að ég kom­ist á vinnu­markaðinn. Verður fróðlegt að vita hvaða viðbrögð ég fæ við að sækja um störf! Ekk­ert við því að segja ef ég fæ ekki starf vegna þess að aðrir eru hæf­ari en ég. Já mér verður veru­lega mis­boðið ef ég fæ pata af því að um­sókn minn sé hafnað vegna yf­ir­stand­andi veik­inda. Er það óeðli­legt?

Trúi að öll séum við gott fólk. Geng­ur mis­vel að sýna það. Ég bið þig að dæma ekki það sem þú þekk­ir ekki. Ég sýni þér virðingu. Sýndu mér virðingu. Þarft ekki að líka vel við mig. Né mér við þig. Ég sætti mig ekki við ósann­gjarna dóm­hörku. Ef það ger­ist læt ég heyra í mér.

Ef þú vilt vita og/​eða er annt um mína heilsu veit ég um leið. Tala við mig. Spyrja hvernig ég hef það. Ég lofa að svara af hrein­skilni. En eyðilegg vissu­lega mögu­leik­ann á „feitri“ kjafta­sögu í leiðinni…
Grein birtist upphaflega á www.mbl.is