Skip to main content
Fréttir

Klikkið frá Hugarafli er nýr þáttur í Hlaðvarpi Kjarnans

By maí 19, 2017No Comments
Klikkið er nýr þáttur í Hlaðvarpi Kjarnans þar sem fjallað er um geðheilbrigði, geðheilbrigðismál og áskoranirnar sem bíða neytendum geðheilbrigðisþjónustu.

Nýr hlað­varps­þátt­ur, Klikk­ið, hefur göngu sína í Hlað­varpi Kjarn­ans um þessar mund­ir. Þátt­ur­inn mun birt­ast reglu­lega í hlað­varps­straumi Kjarn­ans í sum­ar. Not­endur sam­tak­anna Hug­arafls hafa umsjón með þætt­in­um.

Hug­ar­afl er vett­vangur fyrir not­endur geð­heil­brigð­is­kerf­is­ins og fag­fólk til þess að koma saman á jafn­ingja­grund­velli og vinna í bata­ferli með sjón­ar­mið vald­efl­ingar að leið­ar­ljósi.

Í Klikk­inu er skjól­stæð­ingum Hug­arafls gefið tæki­færi til þess að deila reynslu­heimi sínum og skoð­un­um. Við að koma þátt­unum á fót naut Hug­ar­afl aðstoðar nem­enda í meist­ara­námi í verk­efna­stjórnun (MPM) við Háskól­ann í Reykja­vík, en liður í öðru miss­eri náms­ins er að nem­enda­hópar vinna raun­hæft verk­efni að eigin vali í þágu sam­fé­lags­mál­efna.

Klikkið verður þannig liður í fræðslu- og kynn­ing­ar­starfi Hug­arafls. Mark­miðið þátta­gerð­ar­innar er sam­hljóða mark­miðum sam­tak­anna en það er að vera sýni­leg í gegnum alls konar verk­efni og opinni þátt­töku í sam­fé­lags­um­ræðu í því skyni að draga úr for­dóm­um, stuðla að auk­inni þekk­ingu um bata og bata­ferli, efla sam­starf not­enda og fag­fólks og stuðla að breidd í þjón­ustu við fólk með geð­rask­anir og auknum mann­rétt­indum þeirra. Hug­ar­afl hefur farið mjög vax­andi á und­an­förnum miss­erum og hefur fjölgun félags­manna verið mest í yngsta ald­urs­flokkn­um.

Í fyrsta þætti Klikks­ins spyrja Magn­ús, Agla og Þórður spurn­ing­ar­inn­ar: Hvað er bat­i? Hvað tekur við? Fjóla Kristín Árna­dótt­ir, með­limur Hug­arafls, er til við­tals en hún er sjálf í bata­ferli.

Auk þess að ræða við Fjólu Krist­ínu er rýnt í bata­ferlið sjálft og spjallað um bata, líf­ið, geð­veiki og allt þar á milli.

Þátt­inn má heyra í spil­ar­anum hér að neð­an:

https://soundcloud.com/kjarninn/klikki-bati-18-mai-2017