Miðvikudaginn 3.desember áttu Grétar sitjandi framkvæmdastjóri og Málfríður (Fríða) formaður framkvæmdastjórnar Hugarafls fund með Ingu Sæland, Félags- og húsnæðismálaráðherra. Með þeim sátu einnig Hreiðar Ingi aðstoðarmaður ráðherra og Eva Margrét yfirlögfræðingur ráðuneytisins. Þetta var einkar góður fundur þar sem Grétar kynnti vel félagið, umfangið, árangur og almennt líf í Síðumúlanum. Það sem einkenndi fundinn var mikill áhugi og skilningur en ekki síður kátína í aðdraganda jóla. Samtalið mun halda áfram og hlökkum við mikið til að verða við bón Ingu um heimsókn eftir áramót. Mikið sem er gott þegar móttökurnar eru svona afslappaðar og samtal á milli er byggt á áhuga á okkar umfangsmikla starfi og málaflokknum í heild.








