Fréttir

Gönguhópur röltir af stað

By mars 29, 2016 No Comments

Fyrsta ganga gönguhópsins verður fimmtudaginn 31. mars kl. 15:00-16:00.  Gengið verður frá Hugarafli, Borgartúni 22 og stefnan tekin á Sólfar.

Ákveðið hefur verið að koma af stað gönguhóp innan Hugarafls sem mun, til að byrja með, huga að undirbúningi fyrir Darkness into Light gönguna sem haldin verður 7. maí næstkomandi.  Markmiðið er þó fyrst og fremst að njóta útiveru og hreyfingar og því er öllum frjálst að slást í för eftir hentugleik.

Fyrstu göngur hópsins eru fyrirhugaðar í nágrenni Hugarafls en líka má reikna með göngum um Laugardalinn nú í apríl.  Ákveðið var að byrja með arkið á fimmtudögum milli klukkan 15:00 og 16:00.  Einnig er fyrirhugað að rölta um helgar eftir hentugleik, veðurfari og áhuga.

Göngurnar verða auglýstar inn á Fésbókarhópnum Hugaraflsfólk 2016 nú til að byrja með.  Gönguhópurinn er enn í mótun og allar hugmyndir og uppástungur vel þegnar.  Áhugasamir geta haft samband við Kristinn H. og Írisi til að fá nánari upplýsingar.

Mynd: Matito https://www.flickr.com/photos/riggott/8170807157

Sólfarið er óður til sólarinnar og felur í sér fyrirheit um ónumið land, von, leit, framþróun og frelsi. Verkið er eftir Jón Gunnar Árnason.