Fréttir

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 2019

By október 2, 2019 No Comments

Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víðsvegar í heiminum 10. október ár hvert. Dagurinn var fyrst haldinn 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health) og markmiðið hefur verið i gegnum árin að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Geðheilbrigðisdagurinn er dagur allra.

Í ár er markmið dagsins um allan heim að vekja athygli á mikilvægi sjálfsvígsforvarna og gildi forvarnastarfs í að hjálpa og styðja aðila sem þurfa á fjölþættri aðstoð að halda til að komast í gegnum erfiða tíma á lífsleiðinni. Alþjóðlegi sjálfsvígsforvarnardagurinn (WSPD) og Alþjóða geðheilbriðgisdagurinn (WMHD) standa saman að mánaðarlangri vitundarvakningu um gildi sjálfsvígsforvarna með áherslu á geðræk, samstarf og samvinnu.

DAGSKRÁ

17:00 – 17:30
Kynning úrræða og félagasamtaka í anddyri Salarins. Léttingar veitingar í boði.

17:30 – 17:35
Dagskrá í aðalsal Salarins. Gunnar Hansson, leikari og grínisti kynnir dagskrána.

17:35 -17:40
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú ávarpa gesti.

17:40 – 17:50
Árni Steingrímsson og Camille Kerker flytja tónlist.

17: 50 – 18:00
Einar Þór Jónsson, formaður Geðhjálpar ávarpar samkomuna.

18:00 – 18:10
Anna Classen markþjálfi og skemmtikraftur hristir upp í Salnum.

18:10 – 18:20
Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Landlækni flytur erindi.

18:20 – 18:35
Hera Björk og Björn Thoroddsen flytja nokkur lög.

18:35 – 18: 45
Hafrún Kr. Sigurðardóttir,formaður Alþjóða geðheilbrigðisdagsins á Íslandi flytur stutt ávarp og lokar dagskrá dagsins.

FRÍTT INN! Allir velkomnir

Lesa meira á www.10okt.com