Skip to main content
Fréttir

E+Motions – Unghugar taka þátt í Erasmus+ verkefni í Portúgal

Í október tók hópur frá Hugarafli þátt í Erasmus+ verkefninu E+Motions, sem haldið var af samtökunum Pó de Ser í Portúgal. Verkefnið sameinaði ungt fólk frá sex Evrópulöndum: Íslandi, Norður-Makedóníu, Frakklandi, Portúgal, Króatíu og Grikklandi.

Frá Íslandi tóku fimm Unghugar þátt í verkefninu: Lovísa Sól, Sylvía Diljá, Dan og Blær Rósar, ásamt Sigrúnu Huld, sem var hópstjóri. Hópurinn ferðaðist til Arrábida þjóðgarðsins þar sem þátttakendur unnu saman í fjölbreyttri list- og líkamsmiðaðri vinnu, meðal annars í dansi, hreyfingu, leiklist, tónlist, hugleiðslu og núvitund.

Frá vinstri: Sigrún, Dan, Sylvía, Blær og LovísaMarkmið verkefnisins var að efla tilfinningagreind, seiglu og samkennd, auk þess að skapa öruggt rými þar sem ungt fólk getur tjáð sig frjálslega og lært nýjar leiðir til að skilja og vinna með eigin tilfinningar. Verkefnið byggðist á virku námi (non-formal learning), þar sem lögð var áhersla á reynslu, þátttöku og skapandi tjáningu.

Hugarafl leggur mikla áherslu á að ungt fólk fái tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum af þessu tagi. Þátttaka Unghuganna í E+Motions er liður í því að styrkja rödd þeirra og efla sjálfstraust og sjálfsmynd í gegnum alþjóðlegt samstarf og menningarsamskipti.

Verkefnið var styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins, sem styður menntun, þjálfun, æskulýðsstarf og íþróttir í Evrópu. Skipuleggjandi var samtökin Pó de Ser, sem sérhæfa sig í skapandi og tilfinningamiðaðri fræðslu.

Instagram síða Pó de Ser

Vefsíða Erasmus+