Skip to main content

Hópalýsingar fyrir jólalotu

Hér kemur glæsileg dagskrá fyrir jólalotu sem gildir fyrir desembermánuð

Gott er að lesa þennan póst til enda, hópalýsingar eru hér fyrir neðan.

Við viljum minna á hópareglur; að mæta tímanlega í hópa, hafa athyglina á réttum stað (vera t.d. ekki í símanum í hópum) og vera ekki að ráfa út og inn að óþörfu á meðan hópurinn er í gangi.
Teams er í boði fyrir þau sem búa úti á landi, búa við skerta hreyfigetu eða hafa aðra tilgreinda ástæðu. Til þess að fá senda teams linka skal senda tölvupóst á hugarafl@hugarafl.is með skýringu. Ef þið viljið fá senda staka teams linka skal passa að senda póst fyrir kl. 9 þann dag sem fundurinn er. Athugið að ef þið þurfið link fyrir Skipulag endurhæfingar þarf að taka fram í hvaða hópi þið eruð.

——————————

Mánudagur

Skipulag endurhæfingar (teams)
Þrír hópar ganga undir nafninu Skipulag endurhæfingar og eru lokaðir hópar.
Í hópatímum A og B eru rædd markmið og tilgangur endurhæfingar með iðjuþjálfa.
Í hópi A er lögð áhersla á tilgang endurhæfingar og markmið daglegs lífs. Markmið eru sett fyrir hverja viku sem taka mið af daglega lífinu samhliða fyrirliggjandi endurhæfingaráætlun. Einnig fer fram þematengd umræða sem tengist endurhæfingu s.s. um rútínu, skipulag í dagsins önn, að setja sjálfum sér og öðrum mörk, hugað að heilsunni og afleiðingum áfalla á taugakerfið og svo mætti lengi telja. Allt eru þetta atriði sem tengjast endurhæfingu og bataferlinu. Hvatt er til virkar þátttöku hvers og eins í hópnum.
Í hópi B er haldið áfram að vinna með markmið og áfrorm í endurhæfingunni. Markmið eru sett fyrir hverja viku sem taka mið af daglega lífinu samhliða fyrirliggjandi endurhæfingaráætlun. Einnig fer fram þematengd umræða sem tengist endurhæfingu s.s. um rútínu, skipulag í dagsins önn, að setja sjálfum sér og öðrum mörk, hugað að heilsunni og afleiðingum áfalla á taugakerfið og svo mætti lengi telja. Allt eru þetta atriði sem tengjast endurhæfingu og bataferlinu. Hvatt er til virkar þátttöku hvers og eins í hópnum.
Það sem bætist við er áhersla á að viðhalda árangri, taka á þeim atriðum sem mögulega þarf að breyta í daglega lífinu og horfa fram á við hvað varðar framtíðaráform. Unnið er með bakslög sem þekkingarbrunn og stuðst við þá þekkingu sem skapast.
Í hópi C fer fram starfsmiðuð endurhæfing. Þau sem taka þátt í þeim hópi eru flest á seinni hluta endurhæfingar og á leið á vinnumarkað eða til skólagöngu. Unnið er með undirbúning fyrir endurkomu á vinnumarkað og hópastarfið felur í sér að farið er í gegnum vonir og væntingar og unnið með þær áhyggjur sem upp koma þegar þetta skref er stigið. Gerð eru hagnýt plön sem miðast að því að komast á vinnumarkað, farið er yfir möguleika á vinnumarkaði, unnið að ferilskrá, undirbúningur umsókna og starfssamtals og margt fleira mætti telja. Stuðlað er að tengingu við samfélagið og samstarf við þá aðila sem skipta máli þegar stigið er út í samfélagið á ný. Má þar nefna Vinnumálastofnun, Mímir, vinnustaðir og aðrir.
Í jólalotu eru hópar B og C saman.
Kær kveðja, Auður, Birgitta og Grétar

Sterk á svellinu
Mæting í miðju kl 12:30 og gengið saman niður á skautasvell. Einnig velkomið að mæta beint í Skautahöllina þar sem við hittumst í afgreiðslunni um kl 12:50 skellum okkur í skauta og njótum saman. Fyrir þau sem vilja eða eru óörugg á ísnum get ég boðið upp á smá leiðsögn eða kennslu í grunnatriðum skautaiðkunar.
Verð fyrir þátttakendur 1650,- fyrir aðgang og leigu á skautum.
Aðventukveðja
Karna L.G. Nínubur (hán/them,they)

Pálínuboð og jólabingó
Jólabingó með flottum vinningum. Það kostar ekkert að taka þátt en það verður eitt spjald á mann og einn vinningur, svo sem flestir eigi kost á að fá vinning.
Pálínuboð virkar þannig að öll sem geta og vilja koma með eitthvað girnilegt á borðið fyrir öll að njóta saman.
Nánar auglýst þegar nær dregur.

——————————

Þriðjudagur

Meðvirknispjall
Hvað er meðvirkni? Spjöllum um það. Hvernig hefur hún áhrif á daglegt líf okkar og hvernig getum við verið meðvitaðri um meðvirknina okkar. Guffa heldur utan um hópinn.

Námskeið í jafningjastuðningi
Lokaður hópur.

Lyfjamálin jafningjasamtal (lokaður hópur) (teams)
Markmið hópsins eru umræður og fræðsla um markmið og leiðir í lyfjamálum. Að verða margs vísari um geðlyf, aukaverkanir þeirra og fráhvörf, að verða meðvitaðri um leiðir geðheilbrigðiskerfisins til sjúkdómsvæðingar og lyfjanotkun, að fræðast um hvaða hlutverki lyfin gegna eða gegna ekki í bataferli, að fræðast um leiðir til niðurtröppunar og að öðlast þekkingu á “landslagi” lyfjamála í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í hópnum eru ræddar margs konar leiðir; miðlað er þekkingu um lyf og áhrif þeirra á líkama og sál, efld er þekking á öðrum leiðum og þær bornar saman, aukin er þekking hópsins á lyfjaniðurtröppun og mismunandi úrræðum/leiðum sem er að finna víða erlendis, miðlað er persónulegri reynslu af lyfjum og áhrifum þeirra á hvern og einn og kynnt er hvort fyrir öðru hvaða hlutverk þau hafa haft í bataferlinu. Óskað er eftir virkri þátttöku og æskilegt að hvert og eitt miðli sinni reynslu um málefnið.

Hugleiðsla
20 mínútur þar sem fólk er leitt inn í heim þar sem hægt er að slaka á og njóta þess að hvíla höfuðið frá amstri dagsins og einbeita sér að einhverju dýpra og fallegra sem er í raun hluti af hversdagsleikanum. Rakel leiðir.

Bati með Guffu (teams)
Guffa tekur að sér að leiða bata í desemberlotu og ætlar sér að hafa flæðið lífrænt og skemmtilegt, eins og henni einni er lagið.

Jólaföndur
Nærum jólaandann. Komum saman, spilum jólalög við kertaljós og föndrum jólaskraut eða jólagjafir. Sigrún Huld heldur utan um hópinn.

Unghugar
Unghugar er opinn hópur ungmenna á aldrinum 18 til 30 ára sem vilja taka þátt í styrkjandi og uppbyggilegri samveru með jafnöldrum.
Á þriðjudögum hittumst við uppi í Garðarshólma (risi) og einblínum á batamiðaða samveru þar sem við leggjum mikla áherslu á tengslamyndun, bata og félagslega virkni í öruggu og stuðningsríku rými.
Alexander og Blær sjá um hópinn

Jólakósý
Komum saman í miðjunni, spilum jólatónlist og nærum jólaandann.

——————————

Miðvikudagur

Jóga og slökun
Léttar yogateygjur og twist fyrir allan líkamann. Gerum okkur tilbúin í rólegheitum fyrir nokkrar stærri yogastöður eins og sólarhyllingu A og sólarhyllingu B á nýju ári. Rakel leiðir.

Borðspil
Hittumst og spilum saman borðspil!
Hugarafl á helling af skemmtilegum spilum sem við getum valið úr. Þið megið líka endilega koma með ykkar eigin spil ef ykkur langar. Við ákveðum saman hvað við spilum í hvert skipti og leggjum áherslu á góða stemningu og samveru.
Alexander heldur utan um hópinn.

Hugaraflsfundur
Á Hugaraflsfundi fyrir stuttu var félagsfólk spurt að því af hverju það mætir á Hugaraflsfundi og svörin létu ekki á sér standa; til að vera í samfélagi, að fá upplýsingar, taka virkan þátt í félaginu, að hafa áhrif, að læra af öðrum, tjá rödd mína, að vera með puttann á púlsinum, að fá upplýsingar, að fá möguleika á að taka þátt, að missa ekki af, að koma með hugmyndir/tilboð, að þjálfa hlustun og tjáningu, að fá upplýsingar og að efla félagsvitund.
Hugaraflsfundir eru eitt af hryggjarstykkjunum í starfsemi Hugarafls. Þeir gefa fundargestum tækifæri til að tjá skoðanir sínar, setja mörk, auka einbeitingu og gegna veigamiklu hlutverki þar sem allt félagsfólk hefur atkvæðisrétt við ákvarðanatökur. Hugaraflsfólk er eindregið hvatt til að mæta á Hugaraflsfundi til að taka sameiginlegar ákvarðanir um starfsemina í heild sinni, ræða málefni líðandi stundar og skipuleggja viðburði.

——————————

Fimmtudagur

D&D
Í þessum Dungeons & Dragons (D&D) leik leiðir sögustjórinn (DM) hóp spilara í gegnum ævintýri í ímynduðum heimi. Þátttakendur stýra sínum eigin leikmönnum (spilkarakterum) sem í þessum leik eru tilbúnir af sögustjóranum, þannig að auðvelt er að hoppa beint í leikinn. D&D er sambland af leiklist, sköpun og samvinnu þar sem ákvörðunartaka, teningaköst og ímyndunarafl ráða för.
DM í þessum leik er Richard Helgi (Rikki)
Hámark 5 spilendur – Skáning á Facebook

Bæn og íhugun
Alla fimmtudaga frá 12:15 – 13:15 býður Bjarni Karlsson prestur upp á samveru í húsnæði Hugarafls í Síðumúla 6.
Öll sem langar að eflast í trú, von og kærleika hvött til að vera með.

Danshugar
Komum og dönsum saman, já eða bara hristum okkur, losum um stress sem líkaminn hefur safnað upp og leyfum líkamanum að gera það sem hann vill gera í takt við tónlistina.
Adda heldur utan um hópinn.

Félagsfundur Unghuga (Teams)
Unghugar er opinn hópur ungmenna á aldrinum 18 til 30 ára sem vilja taka þátt í styrkjandi og uppbyggilegri samveru með jafnöldrum.
Annan hvern fimmtudag er félagsfundur Unghuga, þá hittumst við í Ragnhildarkoti (listasmiðju). Á félagsfundum Unghuga komum við saman til að skipuleggja og móta dagskrá og framtíð hópsins. Allir Unghugar eru hvattir til þess að mæta á fundi og taka þátt í sameiginlegum ákvörðunum um málefni, stefnu og virkni hópsins.
Alexander og Blær sjá um hópinn.

Pop up jólabakstur
Helga leiðir jólabakstur í eldhúsinu við miðjuna.

Aðstandendafundur
Aðstandendahópurinn hefur verið starfræktur frá upphafi Hugarafls. Hér er reynsla aðstandenda sett í farveg, reynslunni er miðlað til nýrra meðlima sem eru í fyrsta sinn að kynnast andlegum áskorunum í fjölskyldunni og vantar stuðning til að efla bjargráð og að koma auga á leiðir. Þagnarskylda er höfð í heiðri á fundunum. Einnig er lögð áhersla á að málflutningur fundarmanna sé þannig að umræða fari vel fram og að ekki sé talað neikvætt um persónur eða þær nafngreindar. Auður Axelsdóttir leiðir þennan hóp og fær einnig aðstoð frá aðstandendum við utanumhald.

——————————

Föstudagur

Hinsegin kaffispjall
Hópur fyrir hinsegin fólk til að hittast og spjalla. Þetta er aðeins léttari hópur en Hinsegin hugar og er byggður meir á Jafningstuðningi og að styðja hvort annað i gegnum jóla tímann.
Emil leiðir.

Karlafundur
Umræða fyrir alla karla til að tala um líðan og geðheilsu, tengjast öðrum og bæta eigin hag. Grétar og Alexander halda utan um hópinn.

Minecraft Maraþon
Server: hugarafl.kubbur.digital
Version: 1.21.10
Mod: simple voice mod
Spilum saman og höfum gaman
Stjórnendur: Kristófer og Blær

1. Virðið aðra leikmenn.
Engin áreitni, stríðni, hótanir eða eitrað hegðun.

2. Engin niðurrif eða þjófnaður.
Ekki eyðileggja byggingar, taka hluti eða fara inn í bækistöðvar án leyfis.

3. Engin svindl eða hakk.
Engir hakkaðir clients, X-ray, dupes, galla-misnotkun eða macro-forrit sem gefa ósanngjarna yfirburði.

4. Ekki taka upp eða streyma öðrum leikmönnum án leyfis þeirra.

5. Hafið spjallið kurteist og vingjarnlegt.
Engar hatursorðræður, persónulegar árásir eða drama úr raunheimum.

6. Ekki ræða aðra leikmenn í illa færandi eða baktalandi tóni.

7. Gangi vel frá eftir ykkur.
Ekki skilja eftir fljótandi trjádrumba eða hálf höggvin tré. Höggvið tré við rótina svo allt tréð falli.

8. Berið ábyrgð á eigin eigum.
Notið kistur eða aðra örugga geymslu. Tjón vegna kæruleysis er á ábyrgð leikmanns.

9. Virðið sameiginleg svæði.
Býli, spawn og önnur sameiginleg rými eru fyrir alla. Ekki taka þau yfir endalaust.

10. Forðist viðkvæm eða þung persónuleg umræðuefni í alspjalli.

11. Stjórnendur hafa lokaorðið.
Brot á reglum getur leitt til aðvörunar, kick eða banns.