Auður og Birgitta, iðjuþjálfar, og Grétar, stuðnings- og fræðslufulltrúi, sækja nú tveggja daga námskeið hjá Tryggingastofnun vegna nýs kerfis hvað varðar sjúkra-og endurhæfingargreiðslur. Þau kappkosta að ná utan um nýja löggjöf endurhæfingar og verklag Tryggingastofnunar og munu kynna fyrir okkur á næstu vikum. Þetta verður afar gott fyrir okkur í endurhæfingarhópum Hugarafls.
Auður, Birgitta og Grétar á námskeiði.
Markmið með námskeiðinu er að í lok dags munu fagaðilar:
– Þekkja skilyrði sjúkra- og endurhæfingargreiðslna.
– Þekkja fjárhæðir sjúkra- og endurhæfingargreiðslna og hvernig réttur hvers og eins er reiknaður út.
– Þekkja hlutverk þjónustugáttar í nýju kerfi.
– Þekkja umsóknarferil sjúkra- og endurhæfingargreiðslna.
– Þekkja þær upplýsingar sem þarf að skila vegna umsóknar um sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og hvernig þeim skuli skilað.
– Þekkja hlutverk samhæfingarteyma í nýju kerfi og hvernig vísa eigi málum til þeirra.