Skip to main content

Teams siðareglur Hugarafls

Þegar þú nýtir þér Teams í Hugarafli þarf að hafa eftirfarandi í huga: 

  • Teams er í boði fyrir þau sem búa á landsbyggðinni, búa við skerta hreyfigetu eða hafa tilgreinda aðra ástæðu.
     
  • Dagskrá og hlekki fyrir alla Teams fundi má fá senda með því að senda póst á ninna@hugarafl.is með skýringu.
     
  • Til þess að fá örugglega sendan teams hlekk þarf að senda póst í síðasta lagi fyrir kl. 9 að morgni þess dags sem fundurinn er.
     
  • Það má ekki deila hlekknum áfram til annarra Hugaraflsfélaga eða út fyrir Hugarafl.
     
  • Æskilegt er að mæta á Teams fund 5 mínútum áður en hann hefst til að hægt sé að  byrja fundinn á tilsettum tíma. Hópstjóri hvers fundar metur og setur reglur um það  hvort að fólki verði hleypt inn eftir að fundur hefur hafist og tímamörk þar að lútandi. Alltaf er í boði að hafa samband við hópstjóra varðandi undanþágu frá þessari reglu.
     
  • Trúnaður gildir á Teams eins og á öðrum fundum og ef það er fleira fólk í sama rými og þú, biðjum við um að þú sért með heyrnartól og passir að óviðkomandi aðilar sjái ekki fundargesti.
     
  • Við sýnum hvort öðru virðingu, nálægð og nærgætni. Erum á staðnum og hlustum þegar fólk tjáir sig, klæðum okkur og komum fram eins og ef við værum á fundi í húsi.
     
  • Við erum í mynd alltaf þegar það er mögulegt en ekki ef að myndefnið eða bakgrunnur er truflandi.  
  • Við pössum að notandanafnið (username) sé okkar nafn.  
  • Við erum ekki með hljóðið á nema þegar við erum að tjá okkur.  
  • Höldum myndavélinni stöðugri og ekki flakka um með tækið.  
  • Ef þú þarft að færa þig til er hægt að slökkva á myndavélinni á meðan. 
  • Ekki skal neyta matar í mynd en drykkir eru í góðu lagi.  
  • Ekki reykja sígarettur eða rafrettur í mynd.  

 

  • Þú getur beðið um orðið með því að rétta upp hönd með “Raise hand” sem birtist í stikunni efst til hægri á skjánum. 
     
  • Það er ekki leyfilegt að neyta áfengis eða annarra vímuefna á fundum eða vera undir  áhrifum þeirra.
     
  • Fundarstjóri hefur leyfi til að takmarka umræður, slökkva á tali eða jafnvel vísa fólki út  af fundinum ef viðkomandi fer yfir mörk annarra fundargesta með óviðeigandi orðfæri eða tjáningu.  

Ef það eru einhverjar spurningar þá má alltaf hafa samband við okkur í síma 414-1550 eða senda póst á hugarafl@hugarafl.is eða ninna@hugarafl.is