Unga fólkið er framtíðin

Á réttum forsendum

Unghugar er hópur innan Hugarafls fyrir ungt fólk, sem stofnaður var þann 24. ágúst 2009. Hugmyndin að stofnun Unghuga var að mæta þörfum ungs fólks, sem hefur upplifað andlegar áskoranir. Það er nokkuð algengt að upplifa félagslega einangrun eftir að hafa glímt við andlega erfiðleika og erfitt er að feta veginn aftur út í lífið. Einhverjir eru að glíma við veikindin og aðrir eru á batavegi. Sumir hafa náð að halda áfram námi eða starfi á meðan veikindum stendur. Þessa einstaklinga vantar oft vettvang til þess að hitta annað ungt fólk sem er í svipuðum sporum eða hefur svipaða reynslu að baki. Unghugar geta verið sá vettvangur. Nokkrir ungir notendur geðheilbrigðiskerfisins innan Hugarafls tóku sig saman og þann 24. ágúst 2009 var stofnfundurinn haldinn. Nafnið Unghugar Hugarafls varð fyrir valinu og að mati hópsins varð vísunin til Hugarafls að koma fram. Unghugar starfa einnig innan Hugarafls og eftir sömu starfsreglum og Hugarafl, með jafningjagrunn og valdeflingu að leiðarljósi.

Unghugar hafa haft ýmislegt fyrir stafni en það sem stendur þó upp úr eru persónulegu framfarir ýmissa einstaklinga innan hópsins og vinaböndin sem hafa myndast. Það er ótrúlegur sigur að sjá einstakling, sem hefur glímt við mikla félagsfælni taka til máls ófeiminn eða jafnvel hlæja hástöfum.

Svipmyndir úr starfi unghuga
Reglulegir fundir

Fjölbreytt og hvetjandi starf

Starfsemi Unghuga fer fram á reglulegum fundum á miðvikudögum kl.10:00-12:00. Félagsleg dagskrá utan hefðbundins tíma fer einnig fram en er auglýst sérstaklega innan hópsins. Dagskrá Hugararfls er einnig opin Unghugum og við viljum hvetja alla sem taka þátt að nýta einnig hópastarf Hugarafls. Að loknu nýliðaferli eru þátttakendur boðnir inn í alla starfsemi sem hver og einn er hvattur til að sníða sér í samstarfi við tengiliði hjá okkur.

Símanúmer: 4141550. Vinsamlegast látið okkur vita ef þið hafið áhuga á að slást með í för. Áhugasamir geta fengið kynningu á starfinu á fimmtudögum klukkan 13:00. Svava Arnardóttir iðjuþjálfi starfar með hópnum. Hægt er að send okkur póst á hugarafl@hugarafl.is og óska eftir kynningu.

Samstarf við Erasmus+